Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá æfingum – leikhópurinn á sviði. Mikil eftirvænting er í loftinu enda er boðskapur Ávaxtakörfunnar réttmætur og fallegur.
Frá æfingum – leikhópurinn á sviði. Mikil eftirvænting er í loftinu enda er boðskapur Ávaxtakörfunnar réttmætur og fallegur.
Menning 28. febrúar 2023

Ávaxtakarfan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húsavíkur æfir verkið Ávaxtakörfuna um þessar mundir. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og tónlistin er samin af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni.

Margir þekkja Ávaxtakörfuna þar sem aðeins ávextir mega búa en þó leyfist einu litlu jarðarberi að dvelja þar, með því skilyrði að sjá um að allt sé hreint og fínt í körfunni. En þegar gulrót birtist allt í einu í körfunni fer allt á annan endann.

Í raun fjallar Ávaxtakarfan um viðkvæmt efni, einelti og fordóma – en smám saman opnast augu ávaxtanna fyrir því að það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum. Þarna eru á ferðinni bæði þaulreyndir leikarar og tónlistarmenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviðinu í gamla Samkomuhúsinu.

Leikstjórinn, Valgeir Skagfjörð, er að vinna með Leikfélagi Húsavíkur í fyrsta sinn. Frumsýning verður laugardaginn 4. mars, svo þriðjudaginn 7. mars kl. 20, fimmtudag 9. mars kl. 20 og laugardaginn 11. mars kl. 17.

Miðapantanir eru á netfanginu midi@leikfelagid.is eða s.464­1129, tveimur tímum fyrir sýningu.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....