Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Frá æfingum – leikhópurinn á sviði. Mikil eftirvænting er í loftinu enda er boðskapur Ávaxtakörfunnar réttmætur og fallegur.
Frá æfingum – leikhópurinn á sviði. Mikil eftirvænting er í loftinu enda er boðskapur Ávaxtakörfunnar réttmætur og fallegur.
Menning 28. febrúar 2023

Ávaxtakarfan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Húsavíkur æfir verkið Ávaxtakörfuna um þessar mundir. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og tónlistin er samin af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni.

Margir þekkja Ávaxtakörfuna þar sem aðeins ávextir mega búa en þó leyfist einu litlu jarðarberi að dvelja þar, með því skilyrði að sjá um að allt sé hreint og fínt í körfunni. En þegar gulrót birtist allt í einu í körfunni fer allt á annan endann.

Í raun fjallar Ávaxtakarfan um viðkvæmt efni, einelti og fordóma – en smám saman opnast augu ávaxtanna fyrir því að það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum. Þarna eru á ferðinni bæði þaulreyndir leikarar og tónlistarmenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviðinu í gamla Samkomuhúsinu.

Leikstjórinn, Valgeir Skagfjörð, er að vinna með Leikfélagi Húsavíkur í fyrsta sinn. Frumsýning verður laugardaginn 4. mars, svo þriðjudaginn 7. mars kl. 20, fimmtudag 9. mars kl. 20 og laugardaginn 11. mars kl. 17.

Miðapantanir eru á netfanginu midi@leikfelagid.is eða s.464­1129, tveimur tímum fyrir sýningu.

Skylt efni: Áhugaleikhús

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...