Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórunn Wolfram, nýr framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Áður starfaði hún í um 20 ár hjá Landgræðslunni.
Þórunn Wolfram, nýr framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Áður starfaði hún í um 20 ár hjá Landgræðslunni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 18. janúar 2023

Verðum að temja okkur breytt viðhorf

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þórunn Wolfram tók við stöðu framkvæmdastjóra Loftslagsráðs um áramótin en síðustu 20 ár hefur hún unnið hjá Landgræðslunni.

Þar gegndi hún ýmsum störfum, bæði rannsóknum og öðrum sérfræðistörfum, en frá árinu 2019 var hún sviðsstjóri og staðgengill forstjóra. Þórunn brennur fyrir öllu sem snýr að umhverfis- og loftslagsmálum, ekki síst hvernig megi ná aftur jafnvægi í samspili manns og náttúru.

„Staðan í dag er þannig að mannkynið hefur gengið alvarlega á auðlindir jarðar, til dæmis með gegndarlausri vinnslu og bruna á jarðefnaeldsneyti, skógareyðingu, hnignun náttúrulegra vistkerfa og gríðarlegri jarðvegseyðingu svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki höfum við mengað bæði haf, ferskvatn og land og gengið freklega á líffræðilega fjölbreytni, eina af meginundirstöðum tilveru okkar og annars lífs. Loftslagsváin hangir yfir, að mestu vegna ofnýtingar okkar á jarðefnaeldsneyti og öðrum mannlegum gjörðum sem auka á magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti, langt umfram það sem jörðin ræður við að halda í jafnvægi innan sinna hringrása,“ segir Þórunn.

Veitir stjórnvöldum aðhald

Þórunn segir að Loftslagsráð sinni fjölbreyttum verkefnum sem öll miða að því að fjalla um loftslagsvána á heildrænan hátt og veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um áætlanir þeirra og framkvæmdir sem miða að því að draga úr, en einnig aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Þá er hlutverk ráðsins einnig að hafa yfirsýn yfir fræðslu og miðlun upplýsinga um loftslagsmál til almennings.

Í ráðinu, sem var stofnað 2018, sitja 15 manns, fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga, neytendasamtaka og umhverfisverndarsamtaka, auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Ráðherra skipar auk þess formann og varaformann Loftslagsráðs, auk fulltrúa unga fólksins.

Hugsum stórt

Þegar Þórunn er innt eftir því hvað almenningur, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi geti gert til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga er hún fljót til svars.

„Við bæði getum og verðum að temja okkur breytt viðhorf og nýja hegðun til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Engin getur gert allt en allir geta gert eitthvað á vel við í þessu samhengi. Í okkar íslenska veruleika er staðan sú að ég ber ábyrgð á minni kauphegðun, til að mynda hvað ég borða, hverju ég klæðist, hvernig ég ferðast, hvort ég kaupi notaða hluti eða nýja, umhverfisvænni vörur og hvort ég fylgist með kolefnis- eða vistspori mínu og reyni að lágmarka það af fremsta megni. Það sama á við um þig og alla aðra hérlendis, bæði einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld. Við þurfum að hugsa stórt, stjórnvöld þurfa að vera hugrökk og ráðast hratt í allar þær samfélagslegu og hagrænu kerfisbreytingar sem þarf að fara í til að fasa út notkun jarðefnaeldsneytis en samhliða vernda og efla líffræðilega fjölbreytni vistkerfa Íslands,“ segir Þórunn.

Skilgreinir sig sem Vestur-Skaftfelling

Þórunn er fædd og uppalin í Garðabænum en sem barn dvaldi hún öll sumur og alla páska í sveitinni hjá ömmusystkinum sínum í Mörtungu á Síðu og hefur því alltaf skilgreint sig sem Vestur-Skaftfelling. Þórunn býrídagáGömluBorgí Grímsnesi ásamt Mumma sínum, kettinum Dimmalimm og yngsta syninum, sem stundar nám við Menntaskólann á Laugarvatni. Þórunn og Mummi eiga samtals 10 börn og 12 afkomendur og eru alsæl með lífið og tilveruna frá degi til dags.

Þórunn er eini starfsmaður ráðsins en ráðið er til húsa hjá Umhverfisstofnun að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.

Skylt efni: Loftslagsráð

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...