Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bræðurnir á Teigi 1, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmir Atli, 5 ára tóku við bikurunum á Degi sauðkindarinnar 14. október síðastliðinn.
Bræðurnir á Teigi 1, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmir Atli, 5 ára tóku við bikurunum á Degi sauðkindarinnar 14. október síðastliðinn.
Mynd / mhh
Líf og starf 6. nóvember 2023

Teigur 1 verðlaunað

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Félagsbúið Teigur 1 í Fljótshlíð var útnefnt ræktarbú ársins 2022 í Rangárvallasýslu á Degi sauðkindarinnar, sem fór nýlega fram á Hvolsvelli.

Sauðfjárræktarbúið er í eigu hjónanna Guðna Jenssonar og Örnu Daggar Arnþórsdóttur, ásamt Tómasi Jenssyni. Við val á ræktunarbúi er stuðst við reglur RML, sem samþykktar hafa verið af fagráði í sauðfjárrækt.

„Í Teigi 1 hefur verið stunduð metnaðarfull sauðfjárrækt til fjölda ára sem m.a. endurspeglast í háu kynbótamati ærstofnsins. Ærnar eru frjósamar og mjólkurlagnar og lömbin væn og vel gerð. Meðal heildareinkunn kynbótamats ánna er 105,2 stig. Þá hefur búið lagt nokkuð til hins sameiginlega ræktunarstarfs í landinu en þaðan hafa komið hrútar sem þjónað hafa á sauðfjársæðingastöðvunum. Teigur 1 var einnig valið ræktunarbú ársins árið 2016,“ segir m.a. í umsögn RML.

Þá kemur fram í umsögninni að á árinu 2022 voru meðalafurðir eftir hverja á á búinu 37,4 kg, frjósemin var 2,17 lömb eftir fullorðna á og 2,01 lömb til nytja. Veturgömlu ærnar stóðu sig einnig afbragðs vel, en þær skiluðu að jafnaði 21,9 kg og 1,16 lömbum til nytja. Meðalfallþungi dilka var 18,0 kg, einkunn fyrir gerð 10,1 og fyrir fitu 6,5. Hlutfall gerðar og fitu var 1,55.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...