Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og víðs vegar um land fór að snjóa, vetrarfærð var á fjallvegum norðan- og austanlands.

Hér má sjá Heklu Lind Jónsdóttur, sem var í sauðburði á Neðri- Brunná hjá ömmu sinni og afa, Margréti Kristjánsdóttur og Þresti Harðarsyni, í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Hafði hún mótað snjókall þann 16. maí, sem enn fremur var fyrsti dagurinn sem bændurnir sáu færi á að setja lambfé út eftir maíhretið. Voru þau þá með 200 bornar ær enn inni og þröng var orðið á þingi. Mynd / Díana Rós Þrastardóttir
Karl, Camilla og Díana

Hér má sjá Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, ásamt dótturdætrum sínum, Eik og Evu. Guðni heldur í forystuá sína, Flugfreyju, sem fædd er Skúla Ragnarssyni á Ytra-Álandi.

Þegar Guðni eignaðist ána var flogið með hana suður og býr hún nú á Stóru-Reykjum í Flóa hjá þeim Geir Gíslasyni og Aldísi Þórunni Ragnarsdóttur. Í vor, nánar tiltekið á krýningardegi Karls Bretakonungs, eignaðist Flugfreyja þrjú lömb.

„Fyrstur kom Karl konungur í mórauðri skikkju með hvíta krúnu á höfði, svo Camilla í svartri skikkju með hvíta krúnu og svo þriðja lambið, hún Díana sem er óskaplega sæt móflekkótt,“ segir Guðni, en hér heldur Eik á Karli og Eva á Díönu.
„Díana er drottning í hugum Íslendinga. Camilla galt fyrir fláræðið og var sett undir aðra móður en Karl og Díana verða með móður sinni og nú vaknar spurningin hvort hún rækti forystuhæfileikann til jafns við móður sína,“ segir Guðni, en faðir lambanna er Fjalli frá Hárlaugsstöðum. Mynd / Páll Imsland

Mjá
„Ekki dirfast að trufla mig,“ gæti þessi ferfætti nautnaseggur verið að hugsa.
Mynd / Páll Imsland
Haldið undir skírn
Óvígður séra Arnór Dagur Árnason skírði hrútlambið hans Ármanns Inga Árnasonar. Fékk lambið nafnið Klaki enda fæddist það í hríð og kulda frá bændunum Jónda og Heiðu í Bræðrabrekku. Mynd / Hildur Ingadóttir
Fyrstu skrefin
Ugluflott frá Sýrnesi í Aðaldal, nefnd eftir foreldrum sínum, að sýna frumburðum sínum, móbotnóttri gimbur og svarbotnóttum hrút, veröldina, sólarhring eftir að þau fæddust. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Notalegheit
Eftir ærsl og leiki dagsins er gott að kúra saman og hvíla sig fyrir komandi fjör. Mynd /Ragnar Þorsteinsson
Vinátta
Hér eru góðir félagar, þau Tara og Jökull, sem nutu vorsins og veðurblíðunnar í Sýrnesi í Aðaldal. Mynd / Ragnar Þorsteinsson

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi
Líf og starf 28. september 2023

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi

Ævar Austfjörð og kona hans, Ása Sif Tryggvadóttir, hófu búskap á Hlemmiskeiði 1...

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“
Líf og starf 28. september 2023

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“

Þröstur Njálsson er fyrrverandi togarasjómaður sem snapaði sér sína fyrstu veiði...

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
Líf og starf 28. september 2023

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum

Leiðtogafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var haldinn í vikunni í N...

Melarétt í Fljótsdal
Líf og starf 27. september 2023

Melarétt í Fljótsdal

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. sept...

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...