Snjór í sauðburði
Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og víðs vegar um land fór að snjóa, vetrarfærð var á fjallvegum norðan- og austanlands.

Karl, Camilla og Díana

Hér má sjá Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, ásamt dótturdætrum sínum, Eik og Evu. Guðni heldur í forystuá sína, Flugfreyju, sem fædd er Skúla Ragnarssyni á Ytra-Álandi.
Þegar Guðni eignaðist ána var flogið með hana suður og býr hún nú á Stóru-Reykjum í Flóa hjá þeim Geir Gíslasyni og Aldísi Þórunni Ragnarsdóttur. Í vor, nánar tiltekið á krýningardegi Karls Bretakonungs, eignaðist Flugfreyja þrjú lömb.
„Fyrstur kom Karl konungur í mórauðri skikkju með hvíta krúnu á höfði, svo Camilla í svartri skikkju með hvíta krúnu og svo þriðja lambið, hún Díana sem er óskaplega sæt móflekkótt,“ segir Guðni, en hér heldur Eik á Karli og Eva á Díönu.
„Díana er drottning í hugum Íslendinga. Camilla galt fyrir fláræðið og var sett undir aðra móður en Karl og Díana verða með móður sinni og nú vaknar spurningin hvort hún rækti forystuhæfileikann til jafns við móður sína,“ segir Guðni, en faðir lambanna er Fjalli frá Hárlaugsstöðum. Mynd / Páll Imsland
Mjá

Mynd / Páll Imsland
Haldið undir skírn

Fyrstu skrefin

Notalegheit

Vinátta
