Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Trjábolur sagaður í skógarhöggskeppni.
Trjábolur sagaður í skógarhöggskeppni.
Mynd / Þór Þorfinnsson
Líf og starf 23. júní 2023

Skógardagurinn mikli

Höfundur: HGS

Við Lagarfljót undir vökulu auga Snæfells dafnar einn tilkomumesti skógur landsins.

Kókómjólkin á 50 ára afmæli í ár.

Hallormsstaður er rómaður fyrir náttúrutöfra þar sem andagiftin og rómantíkin eiga sér bólstað. Þar vaxa tignarleg tré sem mynda skógarparadís sem löngu er orðin landsþekkt. Í góðum félagsskap, álfa, vætta (Lagarfljótsormurinn vitanlega) og manna um Jónsmessuhátíðina gera bændur á Fljótsdalshéraði upp árið með veislu sem þeir kalla Skógardagurinn mikli.

Það er fyrir tilstilli skógræktenda á Héraði að skógardagurinn er haldinn og allar götur frá 2005 hefur hátíðin farið fram.

Að samkomunni standa Skógræktin, Félag skógarbænda á Austurlandi ásamt félögum sauðfjár- og kúabænda á Héraði og fjörðunum. Ævinlega er margt um manninn en gestir hátíðarinnar hafa verið yfir 2.000 manns. Því er gott að nýta sætafjöldann í bílunum sem mest fyrir þá sem koma lengra að en þeir sem þegar eru í gistingu á Hallormsstað, hvort sem er í tjaldi eða í hóteligistingu.

Margt er að sjá og upplifa. Orka skógarins skilar sér til gesta. Sem og er orka kókómjólkurinnar kærkomin en þess má geta að hún fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir. Rótgrónir viðburðir, eins og skógarhöggskeppnin, verður á sínum stað og yngsta kynslóðin mun hafa nóg fyrir stafni í ýmsum þrautum og leikjum.

Rótgrónir viðburðir vekja jafnan skemmtan á hátíðinni.

Bændur af Héraði bjóða upp á heilgrillað naut og lamb og ýmsar aðrar veitingar, svo sem lummur og ketilkaffi.

Allir eru velkomnir í Hallormsstað á Skógardaginn mikla sem hefst á hádegi með leikjum og gleði fyrir börnin. Formleg dagskrá hefst kl 13.00, laugardaginn 24. júní 2023.

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Kona í fremstu röð
Líf og starf 8. desember 2023

Kona í fremstu röð

Bændablaðið fékk til prufu nýjustu útgáfu af rafmagnsbílnum Hyundai Kona í Style...

Hátíðarbragur með jólastjörnum
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörn...

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ...

Guðni á Þverlæk heiðraður
Líf og starf 5. desember 2023

Guðni á Þverlæk heiðraður

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra, var á dögu...

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð
Líf og starf 4. desember 2023

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru nýlega veitt á 25 ára afmælisráðstefnu...

Jólamarkaðir í desember
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember ...

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...