Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rispuhöfrungar, Grampus griseus, draga nafn sitt af því hve rispuð húð þeirra er.
Rispuhöfrungar, Grampus griseus, draga nafn sitt af því hve rispuð húð þeirra er.
Mynd / wikipedia
Líf og starf 1. febrúar 2023

Rispuhöfrungar ráku á land í Hrútafjarðarbotni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um miðjan júlí síðastliðinn rak á land í botni Hrútafjarðar tvo fremur óvenjulega smáhvali.

Í fyrstu var ekki ljóst hvaða tegund um ræddi og var talið út frá fyrstu lýsingum að þarna væri á ferðinni marsvín. Við nánari skoðun kom í ljós að um rispuhöfrunga, Grampus griseus, var að ræða og er þetta í fyrsta sinn sem tegundin er staðfest hér við land. Eftir að hræin höfðu verið greind lagði Hafrannsóknastofnun mikið upp úr því að safna sem mestum upplýsingum um dýrin og fór starfsmaður stofnunarinnar og sótti hræin.

Rispuhöfrungur skal það vera

Heiti tegundarinnar á ensku er Rissos ́s dolphin, á norsku kallast hún arrdelfin, á færeysku Risso ́s springari og á dönsku Risso ́s delfin. Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknastofnun leggja því til að tegundin hljóti nafnið rispu­ höfrungur, enda er það eitt aðaleinkenni hennar hve rispuð húð hennar er.

Ungtarfur og kýr

Við krufningu kom í ljós að dýrin tvö sem ráku á land í Hrútafirði voru ungur tarfur og kýr, og ekki fullvaxin. Bæði dýrin voru mjög horuð, með mjög þunnt spiklag, og líklegt er að þau hafi örmagnast sökum sultar. Sýnum var safnað fyrir ýmis verkefni, til dæmis fyrir Evrópuverkefni um vistfræði miðsjávarlaga (SUMMER) sem Hafrannsóknastofnun er hluti af, einnig fyrir rannsókn á vistfræði tannhvala við landið, verkefni á sníkjudýrum í sjávarspendýrum, auk rannsókna á veirum í sjávarspendýrum.

Ein stærsta höfrungategundin

Samkvæmt því sem segir á vef Hafrannsóknastofnunar er rispuhöfrungur ein stærsta tegundin í ætt höfrunga. Þeir verða 3 til 4 m langir og geta orðið allt að 500 kíló að þyngd og eru náskyldir grindhvölum. Tegundin er algeng í bæði tempruðum hafsvæðum sem og í hitabeltinu í öllum heimshöfum.

Í Norður­Atlantshafi er aðal útbreiðslusvæði þeirra, í Miðjarðar­ hafi og við strendur Íberíuskaga og Frakklands, en finnst þó allt norður til Færeyja. Tegundin kýs nokkuð mikið dýpi, og finnst oft í landgrunnsköntum á 400 til 1000 metra dýpi. Fæða tegundarinnar er aðallega kolkrabbar og smokkfiskar. Kjörhitastig hennar er 15 til 20 °C en finnst þó stundum í kaldari sjó, þó mjög sjaldan undir 10 °C.

Því er ljóst að hafsvæðið í kringum Ísland er á mörkum þess að vera of kalt fyrir tegundina, sérstaklega fyrir norðan land þar sem hvalirnir fundust.

Beinagrindur dýranna verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.