Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rákönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 7. febrúar 2024

Rákönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rákönd er ekki íslenskur varpfugl heldur flækist hingað nokkuð reglulega frá Norður-Ameríku. Hún er nauðalík evrópsku (íslensku) frænku sinni sem heitir urtönd. Mest áberandi og auðveldasta leiðin til að greina þær í sundur er þessi lóðrétta hvíta rák á hliðinni sem hún dregur nafnið sitt af. Fyrir utan þessa hvítu rák getur reynst krefjandi að greina þær í sundur í fjarska og þarf nánari skoðun. Þrátt fyrir að vera svona líkar og jafnstórar þá teljast rákendur og urtendur vera hvor sín tegundin. Urtönd, sem við þekkjum svo vel, er minnsta önd Evrópu og rákönd minnsta önd Norður-Ameríku. Rákönd er buslönd og er fæða og kjörlendi hennar svipuð og hjá öðrum buslöndum. Þær kafa til hálfs með því að hvolfa haus, háls og hálfum búknum ofan í vatnið en stélið stendur beint upp í loftið. Þannig leita þær að æti undir yfirborðinu, sem er m.a. fræ, plöntur, mýlirfur o.fl. Þær eru hraðfleygar og hefja sig bratt til flugs.

Skylt efni: fuglinn

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.