Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rákönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 7. febrúar 2024

Rákönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rákönd er ekki íslenskur varpfugl heldur flækist hingað nokkuð reglulega frá Norður-Ameríku. Hún er nauðalík evrópsku (íslensku) frænku sinni sem heitir urtönd. Mest áberandi og auðveldasta leiðin til að greina þær í sundur er þessi lóðrétta hvíta rák á hliðinni sem hún dregur nafnið sitt af. Fyrir utan þessa hvítu rák getur reynst krefjandi að greina þær í sundur í fjarska og þarf nánari skoðun. Þrátt fyrir að vera svona líkar og jafnstórar þá teljast rákendur og urtendur vera hvor sín tegundin. Urtönd, sem við þekkjum svo vel, er minnsta önd Evrópu og rákönd minnsta önd Norður-Ameríku. Rákönd er buslönd og er fæða og kjörlendi hennar svipuð og hjá öðrum buslöndum. Þær kafa til hálfs með því að hvolfa haus, háls og hálfum búknum ofan í vatnið en stélið stendur beint upp í loftið. Þannig leita þær að æti undir yfirborðinu, sem er m.a. fræ, plöntur, mýlirfur o.fl. Þær eru hraðfleygar og hefja sig bratt til flugs.

Skylt efni: fuglinn

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...