Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Rákönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 7. febrúar 2024

Rákönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rákönd er ekki íslenskur varpfugl heldur flækist hingað nokkuð reglulega frá Norður-Ameríku. Hún er nauðalík evrópsku (íslensku) frænku sinni sem heitir urtönd. Mest áberandi og auðveldasta leiðin til að greina þær í sundur er þessi lóðrétta hvíta rák á hliðinni sem hún dregur nafnið sitt af. Fyrir utan þessa hvítu rák getur reynst krefjandi að greina þær í sundur í fjarska og þarf nánari skoðun. Þrátt fyrir að vera svona líkar og jafnstórar þá teljast rákendur og urtendur vera hvor sín tegundin. Urtönd, sem við þekkjum svo vel, er minnsta önd Evrópu og rákönd minnsta önd Norður-Ameríku. Rákönd er buslönd og er fæða og kjörlendi hennar svipuð og hjá öðrum buslöndum. Þær kafa til hálfs með því að hvolfa haus, háls og hálfum búknum ofan í vatnið en stélið stendur beint upp í loftið. Þannig leita þær að æti undir yfirborðinu, sem er m.a. fræ, plöntur, mýlirfur o.fl. Þær eru hraðfleygar og hefja sig bratt til flugs.

Skylt efni: fuglinn

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun
Líf og starf 21. maí 2024

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun

Garðyrkjuverðlaun voru veitt á hinni árlegu hátíðarathöfn Garðyrkjuskólans á sum...

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótin...

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...