Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.
Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 8. desember 2022

Mykjulón sett upp á Mýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Hundastapa var komið fyrir 2.000 rúmmetra lóni til að safna búfjáráburði.

Um 500 metrum frá fjósinu var grafin hola samkvæmt GPS mælingum sem var klædd tilsniðnum dúk. Erlendis er þessi geymsluaðferð útbreidd, en þetta er líklegast í fyrsta skipti sem mykjulón af þessu tagi er sett upp á Íslandi.

Halldór Gunnlaugsson, bóndi á Hundastapa, sagði að þau hafi ákveðið að fara í þessa framkvæmd þar sem hauggeymslurnar dugðu ekki til að geyma mykjuna allan veturinn. Dúkurinn var festur niður á köntunum með rörum og teinum og torfi hlaðið yfir brúnirnar. Til að koma í veg fyrir fok þarf einnig alltaf að vera mykja eða vatn í botninum. Bændurnir munu leggja lögn frá fjósinu í lónið og munu því geta safnað mykjunni á auðveldan hátt yfir allan veturinn. Staðsetning laugarinnar var valin með það að sjónarmiði að takmarka akstur við mykjudreifingu.

Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.

Lítill framkvæmdakostnaður helsti kostur

Finnbogi Magnússon hjá Vinnuvélum og Ásafli ehf., sem flutti inn dúkinn, segir helsta kostinn við þessa geymsluaðferð á búfjáráburði sé hlutfallslega lítill framkvæmdakostnaður. Miðað við hversu hátt verðið er á tilbúnum áburði reiknar Finnbogi með að fjárfesting sem þessi geti borgað sig á fyrsta árinu – sérstaklega í þeim tilfellum þar sem hauggeymslur eru mjög takmarkaðar og nýting áburðarefnanna í lífræna áburðinum þar af leiðandi ómarkviss. Hann áætlar að lónið á Hundastapa hafi kostað fjórðung eða fimmtung af steyptum tanki af sömu stærð og að framkvæmdir sem þessar séu styrkhæfar í gegnum fjárfestingastuðning í nautgriparækt.

Hann segir að þessi framkvæmd sé ekki leyfisskyld og allur undirbúningur sé einfaldur. Ekki er þörf á að fara í mikla teiknivinnu og jarðvegsskipti. Þar sem þetta er bara dúkur lagður ofan á jarðveg þá er jafnvel hægt að taka hann upp og selja ef búskapur leggst af á viðkomandi bæ. Dúkurinn kemur í einni einingu sem er sett saman úr tveimur lögum af plasti með styrktarneti á milli. Efnið í þetta mykjulón vó eitt tonn.

Finnbogi segir að efniskostnaðurinn sé nálægt 4,3 milljónum króna og vinnan við að koma dúknum fyrir sé í kringum 1,5 milljónir – allt án vsk. Nú er þegar búið að ganga frá samningum við kaup á fjórum svona lónum.

„Þetta getur varla verið svo flókið“
Líf og starf 27. janúar 2023

„Þetta getur varla verið svo flókið“

„Þetta getur nú ekki verið svo flókið, við hljótum að gera gert þetta.“ Hver hef...

Að eldast með reisn
Líf og starf 26. janúar 2023

Að eldast með reisn

Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við dr...

Sveitarfélög styðja hestamenn
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn...

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“
Líf og starf 24. janúar 2023

„Viðurkenning fyrir að vera moldugur og á vaðstígvélum“

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri garðyrkjustöðvarinnar Lambhaga, hl...

Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju ...

Tæknilegur Finni
Líf og starf 23. janúar 2023

Tæknilegur Finni

Bændablaðið fékk að prufa nýjan traktor á dögunum sem Aflvélar flytja inn. Eins ...

„Þetta var bölvaður bastarður “
Líf og starf 19. janúar 2023

„Þetta var bölvaður bastarður “

Sigurður Lyngberg Magnússon verktaki gerði út jarðýtur, valtara og aðrar vinnuvé...

Verðum að temja okkur breytt viðhorf
Líf og starf 18. janúar 2023

Verðum að temja okkur breytt viðhorf

Þórunn Wolfram tók við stöðu framkvæmdastjóra Loftslagsráðs um áramótin en síðus...