Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.
Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 8. desember 2022

Mykjulón sett upp á Mýrum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Hundastapa var komið fyrir 2.000 rúmmetra lóni til að safna búfjáráburði.

Um 500 metrum frá fjósinu var grafin hola samkvæmt GPS mælingum sem var klædd tilsniðnum dúk. Erlendis er þessi geymsluaðferð útbreidd, en þetta er líklegast í fyrsta skipti sem mykjulón af þessu tagi er sett upp á Íslandi.

Halldór Gunnlaugsson, bóndi á Hundastapa, sagði að þau hafi ákveðið að fara í þessa framkvæmd þar sem hauggeymslurnar dugðu ekki til að geyma mykjuna allan veturinn. Dúkurinn var festur niður á köntunum með rörum og teinum og torfi hlaðið yfir brúnirnar. Til að koma í veg fyrir fok þarf einnig alltaf að vera mykja eða vatn í botninum. Bændurnir munu leggja lögn frá fjósinu í lónið og munu því geta safnað mykjunni á auðveldan hátt yfir allan veturinn. Staðsetning laugarinnar var valin með það að sjónarmiði að takmarka akstur við mykjudreifingu.

Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur.

Lítill framkvæmdakostnaður helsti kostur

Finnbogi Magnússon hjá Vinnuvélum og Ásafli ehf., sem flutti inn dúkinn, segir helsta kostinn við þessa geymsluaðferð á búfjáráburði sé hlutfallslega lítill framkvæmdakostnaður. Miðað við hversu hátt verðið er á tilbúnum áburði reiknar Finnbogi með að fjárfesting sem þessi geti borgað sig á fyrsta árinu – sérstaklega í þeim tilfellum þar sem hauggeymslur eru mjög takmarkaðar og nýting áburðarefnanna í lífræna áburðinum þar af leiðandi ómarkviss. Hann áætlar að lónið á Hundastapa hafi kostað fjórðung eða fimmtung af steyptum tanki af sömu stærð og að framkvæmdir sem þessar séu styrkhæfar í gegnum fjárfestingastuðning í nautgriparækt.

Hann segir að þessi framkvæmd sé ekki leyfisskyld og allur undirbúningur sé einfaldur. Ekki er þörf á að fara í mikla teiknivinnu og jarðvegsskipti. Þar sem þetta er bara dúkur lagður ofan á jarðveg þá er jafnvel hægt að taka hann upp og selja ef búskapur leggst af á viðkomandi bæ. Dúkurinn kemur í einni einingu sem er sett saman úr tveimur lögum af plasti með styrktarneti á milli. Efnið í þetta mykjulón vó eitt tonn.

Finnbogi segir að efniskostnaðurinn sé nálægt 4,3 milljónum króna og vinnan við að koma dúknum fyrir sé í kringum 1,5 milljónir – allt án vsk. Nú er þegar búið að ganga frá samningum við kaup á fjórum svona lónum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...