Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Stangveiði á laxi í íslenskum ám frá 1974 - 2022. Veiðinni er skipt í landaðan afla og veitt og sleppt, annars vegar fyrir villtan lax og hins vegar fyrir hafbeitarlax. Tölur frá 2022 eru bráðabirgðatölur. Lárétt brotalína er árleg meðallaxveiði áranna 1974-2022, blátt er afli á villtum laxi, grænt er villtur lax sem er sleppt, rautt er afli á hafbeitarlaxi og fjólublátt er hafbeitarlax sem er sleppt.
Stangveiði á laxi í íslenskum ám frá 1974 - 2022. Veiðinni er skipt í landaðan afla og veitt og sleppt, annars vegar fyrir villtan lax og hins vegar fyrir hafbeitarlax. Tölur frá 2022 eru bráðabirgðatölur. Lárétt brotalína er árleg meðallaxveiði áranna 1974-2022, blátt er afli á villtum laxi, grænt er villtur lax sem er sleppt, rautt er afli á hafbeitarlaxi og fjólublátt er hafbeitarlax sem er sleppt.
Mynd / Hafrannsóknastofnun
Líf og starf 12. desember 2022

Mikil aukning í stangveiði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur birt bráðabirgðatölur fyrir stangveiðar á laxi sumarið 2022.

Samkvæmt tölunum var heildar­ fjöldi stangveiddra laxa árið 2022 um 45.300 fiskar, sem er um 24,2 % aukning frá árinu 2021 og um 8,5% yfir meðalveiði áranna frá 1974.

Heildarfjöldi stangveiddra laxa í íslenskum ám sumarið 2022 var um 45.300 fiskar, sem er um 8.800 fleiri laxar en veiddust sumarið 2021. Aukningin milli ára var því um 24,1% og var veiðin í sumar um 8,5% yfir meðalveiði áranna frá 1974­2021. Ef veiðin er skoðuð eftir landshlutum, þá var veiðin í þeim öllum meiri en sumarið 2021, nema á Vestfjörðum.

Gönguseiðaslepping viðbót við náttúrulega framleiðslu

Á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að við samanburð á langtímaþróun á stangveiði þurfi að taka tillit til þess að laxar úr gönguseiðasleppingum séu viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna, auk þess sem sumir fiskar veiðast oftar en einu sinni þegar veitt og sleppt er í stangveiði. Laxveiðinni er því skipt upp í laxa af villtum uppruna, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og laxar sem er sleppt aftur í stangveiði, veitt og sleppt.

Veiði á villtum laxi hefur síðustu sjö ár verið undir langtímameðaltali, 1974 til 2021, með lágmarki árið 2019 þegar aðeins veiddust 24.078 laxar. Laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 10.500 laxar sumarið 2022, sem er ríflega 2.700 löxum meira en veiddist 2021, þegar 7.764 laxar veiddust.

Veiði á villtum laxi

Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu, ekki úr seiðasleppingum, og leiðrétt hefur verið með tilliti til endurveiði laxa vegna veiða og sleppa, var heildarstangveiði villtra laxa árið 2022 um 27.800 laxar, sem er um 21,7% aukning frá 2021 og 18,6% undir meðaltali frá 1974.

Fjöldi þeirra laxa sem ganga í ár er annars vegar háður fjölda seiða sem ganga úr ánum til sjávar og hins vegar hversu margir lifa sjávardvölina af og skila sér til baka í árnar. Almennt hefur dánartala laxa í sjó í Norður­Atlantshafi farið vaxandi, en ástæður þess eru ekki þekktar. Bent hefur verið á þætti eins og loftslagsbreytingar, meðaflaveiði, áhrif fiskeldis og breytingar á búsvæðum í fersku vatni.

Skylt efni: stangveiði

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...