Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Líf og starf 18. janúar 2024

Knútur Rafn og Reynir Pétur sæmdir fálkaorðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag.

Að þessu sinni voru tveir í þeim hópi sem tengja má við íslenskan landbúnað. Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, var sæmdur riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar. Friðheimar eru fjölskyldufyrirtæki þar sem stunduð er ylrækt á grænmeti, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum, fékk riddarakross fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann hefur lengi starfað við garðyrkjustöðina Sunnu sem er starfrækt á Sólheimum. Hann er meðal annars kunnur fyrir að hafa gengið hringveginn í kringum landið sumarið 1985 í þeim tilgangi að safna fjármagni til að hægt yrði að byggja íþróttahús á Sólheimum.

Knútur Rafn Ármann framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.