Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á Hákonarstöðum á Jökuldal var mest sætt með hrútunum Jó, Fannari og Mola. „Valið byggist á hvað menn telja best til kynbóta miðað við hvaða stofn við erum með og síðan er haft að leiðarljósi ARR og aðrir breytileikar,“ segir Halla Eiríksdóttir bóndi. Á bænum séu fjórir til fimm álitsgjafar sem komi að valinu en svo megi stundum reikna með að ekki fáist það sæði sem óskað er eftir. Hún bætir við að þau haldi sig að mestu við hyrnda hrúta.
Á Hákonarstöðum á Jökuldal var mest sætt með hrútunum Jó, Fannari og Mola. „Valið byggist á hvað menn telja best til kynbóta miðað við hvaða stofn við erum með og síðan er haft að leiðarljósi ARR og aðrir breytileikar,“ segir Halla Eiríksdóttir bóndi. Á bænum séu fjórir til fimm álitsgjafar sem komi að valinu en svo megi stundum reikna með að ekki fáist það sæði sem óskað er eftir. Hún bætir við að þau haldi sig að mestu við hyrnda hrúta.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 16. janúar 2024

Hvaða sæðingarhrúta valdir þú og af hverju?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í byrjun nýs árs vildum við spyrja sauðfjárbændur víðs vegar um landið hvort þeir hafi tekið þátt í sauðfjársæðingum og með hvaða hætti. Eins og kemur fram í þessu Bændablaði hefur þátttakan í sæðingum sjaldan verið meiri, sérstaklega þegar horft er til þess að sauðfé hefur fækkað í landinu.

Nálgun þeirra bænda sem rætt var við er mismunandi, enda ólíkar áherslur og aðstæður á hverjum stað. Rauði þráðurinn er þó að innleiðing verndandi arfgerða skiptir miklu máli og er það í samræmi við tölurnar um vinsælustu hrútana sem RML hefur birt.

„Lagt var upp með að nota nær eingöngu hrúta með ARR til að innleiða verndandi gen í stofninn og gera það sem hraðast,“ segir Birgir Þór Haraldsson, bóndi á Kornsá í Vatnsdal. Hyrndi ARR-hrúturinn sem hann var hrifnastur af var Jór frá Hesti. Þá leist honum vel á kollóttu ARR-hrútana Blæ frá Hraunhálsi í Helgafellssveit og Kristal frá Árbæ í Reykhólasveit.

„Ég sæddi ekki neitt. Það skortir ekki áhugann en ég komst ekki í það því ég er fastur á Alþingi á meðan þetta stendur yfir,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi. Hann segist hafa keypt hrúta með verndandi arfgerðir.

„Ég notaði alla arfgerðarhrútana til að hraða innleiðingu á riðuverndandi arfgerðum inn í stofninn hjá mér,“ segir Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa. Hann sóttist mest eftir sæði úr Fannari frá Svínafelli í Öræfum, en fékk fáa skammta frá honum.

„Við sæddum hundrað og tíu ær og lögðum upp úr því að fá góða breidd í hrútavalinu en við notuðum alls 15 sæðishrúta. Meirihluta ánna sæddum við með ARR-hrútum en af þeim leist okkur vel á Styrmi og Mola sérstaklega. Heilt yfir var það þó Laxi sem heillaði okkur mest,“ segja Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, bændur á Stórholti í Dölum.

Þórdís Þórarinsdóttir: „Ég valdi Fannar, Frosta og Birkiland. Svo fékk ég aukalega úr Gullmola. Það er af því að ég er að reyna að innleiða verndandi arfgerðir og er mjög spennt fyrir því,“ segir Þórdís Þórarinsdóttir, bóndi á Bustarfelli í Vopnafirði. Allir þessir hrútar eru að hennar mati frambærilegir kynbótagripir og svo skiptir hana máli að þeir séu allir hyrndir, fyrir utan Gullmola sem er kollóttur.

Karólína Elísabetardóttir: „Það er einfalt hjá mér. Það var Steinríkur frá Bjarnastöðum af því að hann er kollóttur forystuhrútur,“ segir Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, en hann er fyrsti slíki hrúturinn á sæðingastöð. Markmið hennar er að rækta kollótt forystufé og koma upp verndandi arfgerðum, enda kollóttar forystuær afar sjaldgæfar á landinu. Á myndinni er hún með forystuhrútnum Sila sem hún fékk undan Nikulási frá Brakanda árið 2020.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...