Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hráefnisskortur í framleiðslu jóladagatala
Mynd / ghp
Líf og starf 5. desember 2022

Hráefnisskortur í framleiðslu jóladagatala

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lionsklúbburinn Freyr tilkynnti í vikunni að ekkert verði af árlegri sölu jóladagatala klúbbsins.

Jóladagatölin, þekkt með Tanna og Túpu, sem innihalda súkkulaðimola og tannkremstúpu, hafa verið öflug fjáröflunarleið margra Lionsklúbba víða um land.

Í tilkynningu frá Lionsklúbbnum Frey er ástæðan hráefnisskortur hjá framleiðanda.

„Lionsklúbburinn Freyr hóf innflutning á þessum jóladagatölum fyrir rúmum fimmtíu árum, fyrst í smáum stíl, en vinsældir þeirra reyndust slíkar að segja má að þau hafi um tíma verið á næstum hverju heimili á landinu og með þátttöku annarra klúbba.

Fjáröflun þessi, sem öll rennur til líknarmála, gerði Lions klúbbnum Frey kleift að styðja við og styrkja starf fjölda margra líknarfélaga, einkum þeirra þar sem hjálpar við tækjakaup var þörf. Sem dæmi má nefna ýmsar deildir Landspítalans, þjónustuíbúðir DAS, Styrktar- félag vangefinna, Gigtarfélagið, björgunarsveitir auk tuga annarra,“ segir í tilkynningunni.

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....