Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Gulönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 5. maí 2023

Gulönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gulönd er fiskiönd líkt og toppönd, enda oft kölluð stóra systir toppandarinnar. Þær virðast stundum líkar í fjarska, sérstaklega kvenfuglarnir. En gulönd er áberandi stór, hún er okkar stærsta ferskvatnsönd og mun stærri en litla systir hennar. Stofninn er hins vegar mun minni, eða um 300 varppör á meðan stofn litlu systur hennar er tífalt stærri. Hún hefur sérhæft sig sem fiskiæta og er mjög lagin við að kafa eftir smásilung, laxaseiðum og hornsílum. Þær eru ákaflega styggar og með allra styggustu fuglum á landinu. Endrum og sinnum þegar ís hefur lagt yfir ár og vötn þá hafa örfáir fuglar leitað á opnar ár nærri mannabyggðum. Nú á liðnum vetri voru t.a.m. nokkrar gulendur sem héldu sig á læknum í Hafnarfirði. Fyrir marga var það einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þessar stóru fallegur endur án þess að þær væru
að fljúga í burtu. Hún er staðfugl og utan varptíma eru þær nokkuð félagslyndar. Þá sjást þær gjarnan í litlum hópum á straumvatni og stöðuvötnum.

Skylt efni: fuglinn

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...

Þýzka stálið
Líf og starf 24. nóvember 2023

Þýzka stálið

Bændablaðið fékk til prufu dráttarvél af þriðju kynslóð 300 línunnar hjá Fendt s...

Konunglegur smjörkálskjóll
Líf og starf 22. nóvember 2023

Konunglegur smjörkálskjóll

Á tískuviku Lundúnaborgar nú í september vakti athygli sjálfbær tíska hönnuðanna...

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum
Líf og starf 21. nóvember 2023

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum

Nemendur í blómaskreytingum hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru ásamt kennurum o...

Fjáreigendafélag Reykjavíkur  er menningarverðmæti
Líf og starf 16. nóvember 2023

Fjáreigendafélag Reykjavíkur er menningarverðmæti

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bók dr. Ólafs Dýrmundssonar Sauðfjárh...

Málgagnið finnst víða
Líf og starf 15. nóvember 2023

Málgagnið finnst víða

Hjörleifur Jóhannesson tók þessa skemmtilegu mynd af búðareiganda í Tam Duong í ...

Saumum nú jólaskraut
Líf og starf 15. nóvember 2023

Saumum nú jólaskraut

Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra,...