Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðni Reynir Þorbjörnsson með skáldsöguna Gabríel og skýtna konan.
Guðni Reynir Þorbjörnsson með skáldsöguna Gabríel og skýtna konan.
Líf og starf 21. september 2022

Fyrsta skáldsaga sauðfjárbónda

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Gabríel og skrýtna konan er ný skáldsaga eftir Guðna Reyni Þorbjörnsson, sauðfjárbónda á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Þetta er fyrsta bók hans og örugglega ekki sú síðasta. Guðni er fæddur og uppalinn í Miðengi og er þar með um 100 fjár. Hann er einnig í fullu starfi sem leikskólakennari í Kerhólsskóla.

Draumurinn rættist

„Ég get vart lýst því hversu hamingjusamur ég er að geta kallað mig rithöfund. Það er draumur sem hefur lengi blundað í mér og því er gríðarlega ánægjulegt að sjá hann verða að veruleika. Bókin er skáldsaga ætluð breiðum hópi lesenda þó ég vilji ekki fara beint út í söguþráðinn. Fólk verður bara að lesa bókina,“ segir Guðni Reynir glottandi.

Sagan flokkast að hans sögn undir svokallaðar fantasíubókmenntir þar sem drauma- og þjóðsagnaverur eru í stóru hlutverki. „Þegar sagan var skrifuð var hún aðallega hugsuð fyrir ungmenni á unglingastigi í grunnskóla. Mig langaði að koma með eitthvað ferskt og spennandi lesefni inn á þann markað, sem myndi á sama tíma halda tengingu við þjóðsagnaverur okkar. Síðan hef ég komist að því að yngri lesendur hafa sótt mikið í bókina sem hefur komið mér skemmtilega á óvart. Það hefur fengið mig til þess að huga að enn breiðari aldurshóp fyrir næstu sögu og mér finnst það skemmtileg áskorun,“ segir Guðni Reynir.

Viðtökur framar vonum

Guðni Reynir segist hafa fengið frábærar viðtökur við nýju bókinni. „Já, viðtökurnar hafa verið framar vonum. Auðvitað er bókin tiltölulega
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 nýkomin út, en nú þegar hefur fólk komið að máli við mig eða sent mér skilaboð og hrósað mér fyrir söguna og beðið um framhald. Þetta yljar manni um hjartarætur og mér þykir ofboðslega vænt um það. Um leið hvetur það mig áfram á þessari braut.“
Leó bókaútgáfa gefur bókina út þar sem hægt er að kaupa hana, en einnig fæst hún í Pennanum Eymundsson og hjá Forlaginu bókabúð. Einnig er hægt að hafa beint samband við Guðna Reyni til að nálgast eintak.

- En ætlar Guðni Reynir að gefa út fleiri bækur?

„Já, ég stefni ótrauður á það því það eru svo margar sögur í kollinum á mér sem bíða eftir að komast á blað. Ég á fullt í fangi með að halda aftur af mér þegar hugmyndirnar byrja að koma. Það er ágætis áskorun fyrir mig að reyna að ná tökum á hugmyndaflæðinu og skrúfa aðeins fyrir það og leyfa hverri og einni hugmynd að gerjast betur áður en ég fer að vinna með hana. Þetta hefur allt sinn tíma,“ segir Guðni Reynir.

Kindurnar frábærar

Guðni Reynir hefur alltaf haft mikinn áhuga á sauðfjárbúskap og elskar kindurnar sínar, enda er hann með mjög flott bú þótt það sé ekki stórt.

„Kindurnar gefa mér mjög mikið og það er alltaf gaman að stússast í kringum þær, ekki síst á vorin í sauðburðinum. Ég fæ oft margar hugmyndir af sögum og söguþráðum þegar ég er innan um féð, þótt mínar hugmyndir komi fyrst og fremst í gönguferðum um náttúruna. Þar fæ ég minn innblástur og þaðan kom efnið fyrst og fremst í nýju bókinni, ekki úr fjárhúsinu en það verður kannski í næstu bók,“ segir Guðni Reynir alsæll með að geta kallað sig rithöfund.

Skylt efni: menning | skáldsaga

Lely 75 ára – opin fjós í Birtingaholti og Spóastöðum
Líf og starf 3. október 2023

Lely 75 ára – opin fjós í Birtingaholti og Spóastöðum

Fjöldi fólks mætti í opin fjós á kúabúinu í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og ...

Afbragðsgóður Kína-Benz
Líf og starf 3. október 2023

Afbragðsgóður Kína-Benz

Bílategundin smart (nafnið á víst að vera í lágstöfum) er aftur mætt á sjónarsvi...

Örfáir eltast enn við þann gráa
Líf og starf 2. október 2023

Örfáir eltast enn við þann gráa

Hákarlinn sveimar um kaldan norðurheimskautssjó og verður allra hryggdýra elstur...

Dyggur lesandi !
Líf og starf 2. október 2023

Dyggur lesandi !

Á myndinni hér að ofan er Dagbjartur Sigurbrandsson með tálgaða eftirmynd af sér...

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi
Líf og starf 28. september 2023

Nautakjötsæta gerist nautgripabóndi

Ævar Austfjörð og kona hans, Ása Sif Tryggvadóttir, hófu búskap á Hlemmiskeiði 1...

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“
Líf og starf 28. september 2023

„Þar kalla menn ekki allt ömmu sína“

Þröstur Njálsson er fyrrverandi togarasjómaður sem snapaði sér sína fyrstu veiði...

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum
Líf og starf 28. september 2023

Of hægt miðar í heimsmarkmiðum

Leiðtogafundur um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) var haldinn í vikunni í N...

Melarétt í Fljótsdal
Líf og starf 27. september 2023

Melarétt í Fljótsdal

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. sept...