Hér er listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem var mjög áhugasamur um verk hennar á sýningunni í Tré og list.
Hér er listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem var mjög áhugasamur um verk hennar á sýningunni í Tré og list.
Mynd / MHH
Líf og starf 23. september 2022

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti bæinn Forsæti í Flóahreppi nýlega, þar sem hjónin og ábúendurnir Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson kynna sýninguna Tré og list í gamla fjósinu.

Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að heiðra listakonuna Siggu á Grund, eins og Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðarmeistari er jafnan kölluð.

Einn allra færasti útskurðarmeistarinn

Sigga er einn allra færasti útskurðarmeistari landsins en mikið af verkum hennar er til sýnis í Tré og list. Sigga gekk um salinn með Guðna Th. og
sýndi honum verkin sín og svaraði spurningum forsetans.

Greinilegt var á viðbrögðum Guðna að hann var yfir sig hrifinn af verkum Siggu og safninu í Forsæti, sem rekið er af miklum myndarskap.

Sigga fékk riddarakross frá forsetanum 2010 fyrir framlag sitt til þjóðlegrar listar.

Huldufreyjur Dalrúnar
Líf og starf 30. september 2022

Huldufreyjur Dalrúnar

Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir útskrifaðist með doktorspr...

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum
Líf og starf 29. september 2022

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum

Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi i...

Allur húsakostur hitaður upp með afurð úr eigin skógi
Líf og starf 28. september 2022

Allur húsakostur hitaður upp með afurð úr eigin skógi

Þessa dagana eru merk tímamót í orkuskiptum hjá bændum að eiga sér stað í ...

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar
Líf og starf 28. september 2022

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar

Margt verður til í kvenna höndum er nafn á sýningu í félagsheimilinu Goðal...

Land Rover með leikaraferil
Líf og starf 28. september 2022

Land Rover með leikaraferil

Á Hvammi í Hvítársíðu er Land Rover jeppi sem hefur öðlast frægð á síðus...

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið
Líf og starf 27. september 2022

Augnablik í lífi þeirra yngstu þetta sumarið

Ungviðið leikur við hvern sinn fingur yfir sumartímann enda svo margt skemmtile...

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum
Líf og starf 27. september 2022

Ungir bændur taka við keflinu á Brúsastöðum

Skafti Vignisson og Lisa Inga Hälterlein tóku um síðustu áramót við búinu ...

Ómar Ragnarsson heiðraður
Líf og starf 27. september 2022

Ómar Ragnarsson heiðraður

Ómar Ragnarsson umhverfisverndarsinni hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigri...