Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dílaskarfur
Mynd / Ólafur Andri Víðisson
Líf og starf 24. janúar 2024

Dílaskarfur

Höfundur: Ólafur Andri Víðisson

Dílaskarfur er stór sjófugl sem heldur til við Ísland allt árið. Varpstöðvarnar eru að langmestu leyti í hólmum og skerjum í Faxaflóa og Breiðafirði. En á veturna finnast þeir með ströndinni í kringum allt landið. Ein önnur náskyld tegund, toppskarfur, finnst einnig á Íslandi en hann er nokkuð minni. Dílaskarfur er fiskiæta og veiðir fiska með því að kafa eftir þeim. Hans helsta fæða eru botnfiskar líkt og koli og marhnútur en einnig aðrar tegundir. En dílaskarfur ólíkt toppskarfi eiga það til að leita upp með ám og í ferskvatn og veiða silung. Dílaskarfar hafa sést nokkuð langt inn til landsins m.a. við vötn inni á hálendi. Skarfarnir gleypa fiskinn í heilu lagi og jafnvel fiska sem virðast nokkuð stórir miðað við fuglinn. En skarfurinn á myndinni gerðist helst til gráðugur þegar hann náði sér í ansi vænan urriða efst í Elliðaám. Urriðinn hefur líklega verið 1 til 1,5 kg og tókust þeir á nokkurn tíma þar sem skarfurinn gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að gleypa þennan stóra urriða. Á endanum hafði
urriðinn betur og komst undan.

Skylt efni: fuglinn

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f