Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dílaskarfur
Mynd / Ólafur Andri Víðisson
Líf og starf 24. janúar 2024

Dílaskarfur

Höfundur: Ólafur Andri Víðisson

Dílaskarfur er stór sjófugl sem heldur til við Ísland allt árið. Varpstöðvarnar eru að langmestu leyti í hólmum og skerjum í Faxaflóa og Breiðafirði. En á veturna finnast þeir með ströndinni í kringum allt landið. Ein önnur náskyld tegund, toppskarfur, finnst einnig á Íslandi en hann er nokkuð minni. Dílaskarfur er fiskiæta og veiðir fiska með því að kafa eftir þeim. Hans helsta fæða eru botnfiskar líkt og koli og marhnútur en einnig aðrar tegundir. En dílaskarfur ólíkt toppskarfi eiga það til að leita upp með ám og í ferskvatn og veiða silung. Dílaskarfar hafa sést nokkuð langt inn til landsins m.a. við vötn inni á hálendi. Skarfarnir gleypa fiskinn í heilu lagi og jafnvel fiska sem virðast nokkuð stórir miðað við fuglinn. En skarfurinn á myndinni gerðist helst til gráðugur þegar hann náði sér í ansi vænan urriða efst í Elliðaám. Urriðinn hefur líklega verið 1 til 1,5 kg og tókust þeir á nokkurn tíma þar sem skarfurinn gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að gleypa þennan stóra urriða. Á endanum hafði
urriðinn betur og komst undan.

Skylt efni: fuglinn

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...