Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðni Ágústsson afhenti Elfari Guðna Þórðarsyni ritið um Menningarver- stöðina á Stokkseyri og listaverkið Brennið þið vitar.
Guðni Ágústsson afhenti Elfari Guðna Þórðarsyni ritið um Menningarver- stöðina á Stokkseyri og listaverkið Brennið þið vitar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 10. janúar 2023

Brennið þið vitar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sögu- og menningarstund var haldin um Elfars Guðna Þórðarsonar listmálara í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri fyrir skömmu.

Tilefni var að 20 ár eru frá því að listaverkið Brennið þið vitar var afhjúpað.

Af þessu tilefni tók Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi, undir verkstjórn Björns Inga Bjarnasonar, saman veglegt rit um tilurð menningarverstöðvarinnar og listaverksins Brennið þið vitar.

Menningarverstöð verður til

Hraðfrystihús Stokkseyrar var endurbyggt og stækkað verulega eftir mikinn bruna þann 30. maí 1979. Reisugildi hins nýja endurbyggða húss var þann 12. október sama ár.

Árið 2006 var hafist handa við breytingar á húsnæðinu til þess að gera það aðgengilegt fyrir þessa nýju notkun og til varð Menningarverstöðin Hólmaröst.

Elfar Guðni Þórðarson var fyrsti listamaðurinn sem var með vinnustofu í Hólmaröst. Elfar kallaði vinnustofu sína Svartaklett og er heitið sótt í fjöruna rétt vestan við Stokkseyrarbryggju.

Hluti af innkomu Elfars Guðna í Menningarverstöðina árið 2001 var að mála 30 fermetra Íslandsmynd þar sem allir helstu vitar landsins voru settir á ströndina með tölvustýrðum ljósabúnaði. Síðan var lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar Brennið þið vitar, í flutningi karlakórs, leikið undir meðan ljós á öllum vitum landsins komu inn á rúmum fjórum mínútum.

Skylt efni: saga og menning

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...