Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðni Ágústsson afhenti Elfari Guðna Þórðarsyni ritið um Menningarver- stöðina á Stokkseyri og listaverkið Brennið þið vitar.
Guðni Ágústsson afhenti Elfari Guðna Þórðarsyni ritið um Menningarver- stöðina á Stokkseyri og listaverkið Brennið þið vitar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 10. janúar 2023

Brennið þið vitar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sögu- og menningarstund var haldin um Elfars Guðna Þórðarsonar listmálara í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri fyrir skömmu.

Tilefni var að 20 ár eru frá því að listaverkið Brennið þið vitar var afhjúpað.

Af þessu tilefni tók Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi, undir verkstjórn Björns Inga Bjarnasonar, saman veglegt rit um tilurð menningarverstöðvarinnar og listaverksins Brennið þið vitar.

Menningarverstöð verður til

Hraðfrystihús Stokkseyrar var endurbyggt og stækkað verulega eftir mikinn bruna þann 30. maí 1979. Reisugildi hins nýja endurbyggða húss var þann 12. október sama ár.

Árið 2006 var hafist handa við breytingar á húsnæðinu til þess að gera það aðgengilegt fyrir þessa nýju notkun og til varð Menningarverstöðin Hólmaröst.

Elfar Guðni Þórðarson var fyrsti listamaðurinn sem var með vinnustofu í Hólmaröst. Elfar kallaði vinnustofu sína Svartaklett og er heitið sótt í fjöruna rétt vestan við Stokkseyrarbryggju.

Hluti af innkomu Elfars Guðna í Menningarverstöðina árið 2001 var að mála 30 fermetra Íslandsmynd þar sem allir helstu vitar landsins voru settir á ströndina með tölvustýrðum ljósabúnaði. Síðan var lag Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar Brennið þið vitar, í flutningi karlakórs, leikið undir meðan ljós á öllum vitum landsins komu inn á rúmum fjórum mínútum.

Skylt efni: saga og menning

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...