Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lambadagatalið, nú árið 2024, er tileinkað mæðrum með lömbin sín auk hefðbundinna lambamynda og fæst að venju í A4 stærð.
Lambadagatalið, nú árið 2024, er tileinkað mæðrum með lömbin sín auk hefðbundinna lambamynda og fæst að venju í A4 stærð.
Líf og starf 22. janúar 2024

Breiðir út fegurð sauðkindarinnar

Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda í Sýrnesi, Aðaldal, er nú komið út tíunda árið í röð enda afar vinsælt.

Ragnar, sem er ljósmyndari með meiru, tekur myndirnar í dagatalið á sauðfjárbúi sínu í Sýrnesi, en þær eru allar teknar á sauðburði frá árinu áður. Í lambadagatalinu nú í ár má því sjá myndir sem teknar voru í sauðburðinum í fyrra, en þær endurspegla einnig veðurfarið frá þeim árstíma. Uppsetning og hönnun dagatalsins er einnig í höndum Ragnars, sem og fjármögnun þess og sala. Dagatalið hefur verið fjármagnað á Karolina fund síðastliðin átta ár og hefur það verkefni alltaf gengið upp.

„Þetta átti nú bara að vera til gamans svona einu sinni, prufa að gefa út dagatal með ljósmyndum af ómörkuðum unglömbum og forvitnast um hvort einhverjir hefðu áhuga á því og þetta er eiginlega búið að vera ævintýri síðan,“ segir Ragnar.

„Ég stofnaði Facebook-síðuna Lamba Lamb undir veffanginu facebook.com/lambidmitt og þar seldist fyrsta upplagið upp á örfáum dögum. Það er orðinn allnokkur hópur fólks sem kaupir og hefur keypt dagatölin frá upphafi. Fylgjendur síðunnar eru í dag orðnir rúmlega 1.500 og hún er mikið skoðuð. Maður bæði hittir og á í samskiptum við fólk um allt land, sem er bara skemmtilegt – og svona markaðssetning væri ekki möguleg ef ekki væri fyrir netið og viðlíka samfélagsmiðla. Það hafa verið frábærar móttökur við þessari hugmynd minni og ég fengið mikið lof fyrir fallegar ljósmyndir og útlit dagatalsins. Salan fer eingöngu fram hér, „beint frá býli“,“ segir Ragnar en sala þeirra í verslanir vakti ekki áhuga hans vegna hárrar álagningar og viðlíka vesens.

Hróður dagatalanna hefur farið víða, jafnvel selst utan landsteinanna, en þó ekki í bílförmum. „Bretland, Þýskaland, Noregur, Danmörk, USA/Kanada ... það lengsta sem ég veit um að Lambadagatal hafi farið er til Japan!“ segir Ragnar.

Hann segir megintilgang útgáfunnar fyrst og fremst þann að breiða út fegurð og fjölbreytileika íslensku sauðkindarinnar sem hefur séð þjóðinni fyrir mat og hita frá landnámstíð, því án hennar værum við tæplega til sem þjóð í dag.

„Allir hefðbundnir helgi- og frídagar eru merktir á dagatalið, einnig fánadagar, fæðingardagur forseta, koma jólasveinanna, eldaskildagi, gömlu mánaðarheitin, tunglgangur og ýmsir dagar er tengjast sögu lands og þjóðar. Hver mánuður er með eina mynd og að þessu sinni er dagatalið tileinkað mæðrum með lömbin sín auk hefðbundinna lambamynda. Í tilefni af tíu ára útgáfuafmæli fylgir svo eitt lambakort/umslag með hverju dagatali,“ lýkur Ragnar máli sínu.

Fyrir áhugasama má finna dagatölin á www.facebook.com/ lambidmitt – lambidmitt@gmail. com og hjá Ragnari sjálfum í síma 847-6325.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...