Bærinn okkar 02. júlí 2020

Suður-Hvoll

Langafi Sigurðar Magnússonar, ábúanda á Suður-Hvoli, Eyjólfur Guðmundsson, kaupir jörðina um 1900 og hefur sama ættin yrkt þar síðan.  Um áramótin 2014–15 kaupir Sigurður jörðina af móður sinni og er fjórði ættliðurinn þar í búrekstri.

Býli:  Suður-Hvoll  (Hvoll 1).

Staðsett í sveit: Mýrdalshreppur.

Ábúendur: Sigurður Magnússon.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurður og börnin Birnir Frosti og Sara Mekkín. Hundurinn Viský og kötturinn Húgó.

Stærð jarðar?  Í kringum 600 hektarar.

Gerð bús? Kúabú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 47 kýr, um 100 nautgripir, 25 kindur og 15 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vaknað í mjaltir, tilfallandi störf eftir árstíma og seinni mjaltir í lok dags.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur fellur undir skemmtilegast en skítkeyrsla undir með leiðinlegri vinnu.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður með svipuðu sniði en betra fjósi.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum  búvörum? Hreinleiki vörunnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Eitthvað ætt.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það mun hafa verið þegar ég tók við búinu á eigin nafni.

Sigurður Magnússon.