Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stóra-Vatnshorn
Bóndinn 20. mars 2014

Stóra-Vatnshorn

Býli: Stóra-Vatnshorn.

Staðsett í sveit: Rétt innan við Haukadalsvatn í Haukadal, Dalabyggð.

Ábúendur: Valberg Sigfússon og Jóhanna Sigrún Árnadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við sjálf og synir okkar, þeir Vignir Smári bráðum 14 ára og Baldur 6 ára.

Stærð jarðar: 2.080 hektarar, ennþá að minnsta kosti en hér á óbyggðanefnd eftir að ljúka sér af.

Gerð bús: Sauðfjárbúskapurinn er fyrirferðarmestur en svo erum við líka með hross og ferðaþjónustu.

Fjöldi búfjár og tegundir: Um 570 fjár, innan við 20 hross, 2 hundar og 2 kettir.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á virkum dögum fer húsfrúin til kennslu og strákarnir fara í skólann í Auðarskóla í Búðardal. Heima við fer það algerlega eftir árstíma hvað er í gangi og í raun er ekkert til hér á búinu sem heitir hefðbundinn vinnudagur. Yfir veturinn er til dæmis gefið hey í allar gjafagrindur á fjögurra daga fresti og ekkert þess á milli. Þá fer iðulega eftir veðri og dugnaði (eða leti) húsbóndans hvað gert er hina þrjá dagana.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Okkur leiðast yfirleitt ekki bústörfin en það verður að viðurkennast að húsbóndanum finnst sauðburðurinn leiðinlegastur en húsfrúnni finnst hins vegar sá tími skemmtilegastur ásamt leitum og réttum! Annars er þetta allt gott í bland og það er fjölbreytnin sem gerir búskapinn skemmtilegan.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði og vonandi betri hrossum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það er margt gott fólk í bændastétt sem sinnir þeim málum vel og af krafti en fyrirkomulagið þarfnast að einhverju leyti endurskoðunar.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru sjálfsagt víða en við skulum ekki gleyma því að heimamarkaðurinn er okkar mikilvægasti markaður.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör, bjór, bláberja­sulta, egg og misgamalt grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? „Ærfille“, grillað eða steikt á pönnu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Eftirminnilegasta og um leið erfiðasta stundin var flóðið í Efri-Haukadalsá haustið 2008. Féð var allt á túnunum sem fóru svo til alveg undir vatn. Við munum seint skilja hvernig það slapp allt saman til. Flest hefur samt verið skemmtilegt, t.d. var gaman að taka inn í nýja hesthúsið í lok febrúar 2010. 

3 myndir:

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...