Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Refsmýri
Bóndinn 25. mars 2021

Refsmýri

Björgólfur og Agnes búa í Refsmýri og stunda sauðfjárrækt og skógrækt. 

Býli: Refsmýri.  

Staðsett í sveit:  Refsmýri er staðsett í Fellunum á Fljótsdalshéraði.

Ábúendur: Björgólfur Jónsson, Agnes Klara Ben Jónsdóttir, Hanna Dís Björgólfsdóttir og Glódís Tekla Björgólfsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum oftast þrjú í heimili en elsta dóttir Björgólfs kemur til okkar reglulega. Gæludýr, já þau eru nokkur. Fjórir Samoyed hundar, tvær Pomeranian tíkur svo tvær tíkur af tegundinni French Bulldog.

Stærð jarðar? Jörðin er frekar lítil sem er helsti ókostur hennar.

Gerð bús? Við erum í sauðfjárrækt og einnig erum við með skógrækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 358 hausa og stefnum að því að fjölga á næstu árum vonandi í kringum 600 fjár.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Björgólfur er sjómaður og vinnur tvær vikur á sjó og tvær í „fríi“ heima. Dagarnir eru misjafnir hvort sem hann er heima eða ekki. Ef hann er heima þá sér hann meira um búið þar sem Agnes fer í vinnu en hún vinnur vaktavinnu sem er skipulögð þannig að það eru færri vaktir þegar Björgólfur er á sjó. Ef Björgólfur er ekki heima þá er Agnes að vinna á hjúkrunarheimili einnig svo það fer alveg eftir því hvort dagurinn byrji með morgunnvakt þar. Annars eru við með 1.000 fermetra fjárhús á taði sem er með 12 gjafagrindum svo stundum þarf aðeins að lyfta upp í gjafagrindunum eða gefa nýjar rúllur. Fjárhúsin eru fyrrum gróðurhús sem var í eigu Barra. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Agnes er ekki alveg að ná tengingu við liðléttinginn og getur ein rúlla tekið 2 sek. að komast í gjafagrindina og einnig meira en 40 mínútur, sem er virkilega þreytandi. Skemmtilegast er að mynda tengingu við dýrin. Björgólfi finnst leiðinlegast þegar kemur að ormalyfjum og sprautuferlinu öllu og skemmtilegast daglega dundið. Glódísi finnst skemmtilegast að gefa Grímu sinni gras en Gríma er gemlingurinn hennar.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við keyptum jörðina haustið 2020 og markmið okkar er að ná upp meðalþyngdinni og fjölga vonandi hausunum með tímanum en í dag vantar alveg 100-200 fjár í húsin svo þau haldist betur frostlaus á veturna, höfum verið í vandræðum með vatnið í vetur í mesta frostinu. Einnig erum við með gömul hús á jörðinni sem er vel hægt að hafa 250-300 hausa í og eru í góðu standi.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Við teljum að það þurfi að skoða betur kjötframleiðslu, það er alveg merkilegt hvað kjötið kostar í búðunum miðað við hvað bóndinn fær fyrir það í sláturhúsi.

Heimaslátrunarverkefnið er spennandi og á eftir að hjálpa okkur bændunum að koma okkar kjöti á framfæri, margir vilja fá að kaupa beint af býli en ekki í gegnum 2-3 eða 4 aðila. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Harðfiskur frá pabba Agnesar.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Saltkjöt, hakk og kjötsúpa borðast alltaf vel hjá okkur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þar sem við höfum ekki verið lengi við bústörf þá eru þrátt fyrir það komin nokkur skemmtileg atvik. Við vorum nýlega flutt í Refsmýri og það skellur á leiðinda hret í september og var okkur sagt að það væri gott að hafa hliðið á túnunum opið ef þær skyldu mæta heim í veðrinu. Við stóðum úti á palli og töldum yfir 200 hausa í halarófu á leiðinni inn á túnin, kindurnar skiptu sér svo í brekkunni eða á veginum eftir því hvort við áttum þær eða ábúendur á næsta bæ. Þetta var virkilega sérstakt að fylgjast með. Agnesi leiddist reyndar ekkert þegar einn lambhrútur náði að stökkva með Björgólf hangandi á sér á fóðurganginum þannig að þeir enduðu í faðmlögum á gólfinu.

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...