Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Miðdalsgröf
Bærinn okkar 31. október 2022

Miðdalsgröf

Þau hjón, Steina Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson í Miðdalsgröf, Steingrímsfirði leyfa hér lesendum að fá örlitla innsýn í líf sitt.

Fjölskyldan í réttum.

Reynir er fæddur og uppalinn í Miðdalsgröf. Árið 1996 reisum við íbúðarhús á jörðinni og Steina flytur þá í Miðdalsgröf, 1998 byggjum við ný 200 kinda hús og rekum búið í samstarfi við foreldra Reynis þar til árið 2005 en þá tökum við alveg við rekstrinum.

Býli: Miðdalsgröf.

Staðsett í sveit: Tungusveit í Steingrímsfirði.

Ábúendur: Reynir Björnsson og Steina Þorsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum 2 dætur, Laufeyju Heiðu Reynisdóttur og Ólöfu Katrínu Reynisdóttur, auk bústjórans Marinós Helga Sigurðssonar sem er hluti af fjölskyldunni okkar. Hundur og köttur eru á bænum.

Stærð jarðar? 400 hektarar.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 360.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Reynir er bóndinn og sinnir öllum verkum við búið en Steina vinnur utan bús en styður við sinn mann á vorin og haustin, auk þess fáum við ómetanlega hjálp frá fjölskyldu og vinum haust og vor.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Reynir: Skemmtilegustu eru fjárragið á haustin og sauðburður að vori en þau leiðinlegustu eru að gera við ónýtar girðingar.
Steina: Skemmtilegast er fjárragið á haustin. Þau leiðinlegustu eru þegar pláss og grindarleysi er farið að segja til sín á erfiðum vorum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í svipuðu fari.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Súrmjólk og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærkjöt og lambahryggur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Kannski ekki við bústörfin, en þegar íbúðarhúsið okkar kom í hlað á tveimur trailerum og var dregið yfir á grunninn með vírastrekkjurum.

Við skorum á Guðfinnu og Ágúst, bændur í Stóra- Fjarðarhorni í Strandasýslu að taka við keflinu!

Íbúðarhúsið á leið í hlað.

Hvítidalur 2
Bærinn okkar 28. nóvember 2022

Hvítidalur 2

Þau hjónin Þorbjörn Gerðar og Dögg Ingimundardóttir búa á Hvítadal 2 í Saurbæ og...

Bakki í Geiradal
Bærinn okkar 14. nóvember 2022

Bakki í Geiradal

Hjónin Árný og Baldvin fluttu á Bakka í Geiradal í Reykhólahreppi í maí árið 201...

Miðdalsgröf
Bærinn okkar 31. október 2022

Miðdalsgröf

Þau hjón, Steina Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson í Miðdalsgröf, Steingrímsfi...

Miðhús
Bærinn okkar 17. október 2022

Miðhús

Þau Barbara og Viðar frá Miðhúsum segja lesendum örlítið frá sjálfum sér

Kolbeinsá 1
Bærinn okkar 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 ...

Hvalshöfði
Bærinn okkar 5. september 2022

Hvalshöfði

Við kynnumst hér þeim eðalhjónum Hafdísi Brynju og Róberti, en þau búa á H...

Birnustaðir Skeiðum
Bærinn okkar 9. ágúst 2022

Birnustaðir Skeiðum

Á bænum Birnustöðum á Skeiðum búa hjónin Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Ó...

Miðdalur
Bærinn okkar 18. júlí 2022

Miðdalur

Þau Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason fluttu í Miðdal og tóku...