Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kirkjubæjarklaustur II
Bærinn okkar 19. maí 2016

Kirkjubæjarklaustur II

Sverrir og Fanney Ólöf tóku við búi 2003 af foreldrum Fanneyjar, þeim Lárusi Valdimarssyni og Sólrúnu Ólafsdóttur. En þau byggðu þetta nýbýli út úr Klaustursjörðinni. 
 
Búskapurinn hefur verið með svipuðu sniði síðan við byrjuðum, þ.e. fjárbú og nokkur hross. Fanney er búfræðikandídat og starfar með búinu sem ráðunautur hjá RML í hlutastarfi. 
 
Býli:  Kirkjubæjarklaustur II.
 
Staðsett í sveit:  Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Sverrir Gíslason og Fanney Ólöf Lárusdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum þrjú börn. Sólrún Lára, rétt að verða 14 ára, Sigurður Gísli, sem verður 10 ára í júlí og Ásgeir Örn, 8 ára. Eigum eina tík, Tátu, sem er nú hálfgert gæludýr.
 
Stærð jarðar?  Alls 2.000 ha, sameign með Kirkjubæ II.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og nokkur hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 520 ær og hrútar og 8 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Fer að sjálfsögðu eftir árstíð. Þessa dagana er sólarhringsvakt í fjárhúsunum sem við hjónin skiptum á okkur. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru nú flest störf skemmtileg í sambandi við búskapinn. Sauðburður, heyskapur og smalamennskur standa upp úr. Ætli skítmoksturinn sé ekki leiðinlegastur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Á svipuðum nótum og í dag.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmálin teljum við í góðum höndum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að honum muni vegna vel. Mikill áhugi er hjá ungu fólki að koma inn í greinina og lofar það góðu um framhaldið.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Mest tækifæri í útflutningi á lambakjöti sem selt yrði sem hágæðavara. Einnig góð tækifæri í útflutningi mjólkurvara.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Nýmjólk, léttmjólk, undan­renna, ostur, sulta, hangikjöts­álegg, tómatsósa og hvítlauksostur. Stundum rjómi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hinir ýmsu réttir matreiddir úr lamba- eða ærkjöti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar gaus í Grímsvötnum vorið 2011 á sauðburði. Þá birti ekki að degi vegna öskufalls að morgni 22. maí.

9 myndir:

Vesturkot
Bærinn okkar 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bærinn okkar 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...

Skáney
Bærinn okkar 3. október 2023

Skáney

Á Skáney hefur sama ættin búið frá 1909. Lengst af var blandaður hefðbundinn bús...

Syðstu-Fossar
Bærinn okkar 19. september 2023

Syðstu-Fossar

Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unn...

Krithóll
Bærinn okkar 5. september 2023

Krithóll

Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í ei...

Vestri-Leirárgarðar
Bærinn okkar 21. ágúst 2023

Vestri-Leirárgarðar

Á bænum Vestri-Leirárgörðum, Hvalfjarðarsveit er bæði stunduð sauðfjárrækt og hr...

Syðri-Hofdalir
Bærinn okkar 19. júlí 2023

Syðri-Hofdalir

Bærinn Syðri-Hofdalir er staðsettur í Viðvíkursveit, austanvert í Skagafirði, 22...

Nátthagi
Bærinn okkar 5. júlí 2023

Nátthagi

Þrír jarðarpartar keyptir úr Gljúfursjörðinni 1987, 1989 og 2010, samtals 23 hek...