Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyni sumarið 2006 og við tóku breytingar á fjósi í hesthús.

Fyrstu árin voru stundaðar miklar tamningar, síðan samhliða því fóru þau að rækta rófur lítillega sem hefur aukist mikið ásamt ferðaþjónustu síðustu árin og hestamennskan er orðin meira áhugamál en atvinna.

Býli:  Arabær.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnessýslu. Gaulverjabæjarhreppi hinum forna.

Ábúendur: Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt sex börnum; Svandís Aitken, 15 ára, David Örn Aitken, 14 ára, Axel Örn Aitken, 11 ára, Sóley Lindsay Aitken, 7 ára, Snæbjörn Örn Aitken, 4 ára, Stella Robin Aitken, 3 ára og faðir minn, Sigurvin Ólafsson. Svo erum við með tíkina Ariel og kettina Capucchino og Expresso.

Stærð jarðar? Um 50 hektarar.

Gerð bús? Rófurækt, ferðaþjónusta, hross, nokkrar hænur, kanínur, tvær endur og ein gæs.

Fjöldi búfjár og tegundir? 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það þarf að koma börnum af stað í skóla og leikskóla, svo þarf að fóðra hrossin, hænurnar og öll hin dýrin. Suma daga er rófuþvottur og flesta daga þrif á húsum og rúmfötum, skutla á fótbolta, glímu og íþrótta­æfingar og sækja á leikskóla.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? það er ekkert starf leiðinlegt bara misskemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, kannski bæta við sig í grænmetisræktun.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Tækifærin eru alls staðar en líklega mest í grænmetinu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrossasnitzel.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það voru mörg eftirminnilega atvik við frumtamningarnar.

Kolbeinsá 1
Bærinn okkar 3. október 2022

Kolbeinsá 1

Hjónin Hannes Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir kaupa Kolbeinsá 1 ...

Hvalshöfði
Bærinn okkar 5. september 2022

Hvalshöfði

Við kynnumst hér þeim eðalhjónum Hafdísi Brynju og Róberti, en þau búa á H...

Birnustaðir Skeiðum
Bærinn okkar 9. ágúst 2022

Birnustaðir Skeiðum

Á bænum Birnustöðum á Skeiðum búa hjónin Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Ó...

Miðdalur
Bærinn okkar 18. júlí 2022

Miðdalur

Þau Ólöf Ósk Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason fluttu í Miðdal og tóku...

Bakki
Bærinn okkar 30. júní 2022

Bakki

Hjónin Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson sitja fyrir svörum e...

Seljatunga
Bærinn okkar 20. júní 2022

Seljatunga

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og ...

Gerðar
Bærinn okkar 31. maí 2022

Gerðar

Stefán og Silja tóku formlega við búrekstrinum að Gerðum í fyrra af foreldrum St...

Arabær
Bærinn okkar 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyn...