Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Arabær
Bóndinn 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyni sumarið 2006 og við tóku breytingar á fjósi í hesthús.

Fyrstu árin voru stundaðar miklar tamningar, síðan samhliða því fóru þau að rækta rófur lítillega sem hefur aukist mikið ásamt ferðaþjónustu síðustu árin og hestamennskan er orðin meira áhugamál en atvinna.

Býli:  Arabær.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnessýslu. Gaulverjabæjarhreppi hinum forna.

Ábúendur: Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt sex börnum; Svandís Aitken, 15 ára, David Örn Aitken, 14 ára, Axel Örn Aitken, 11 ára, Sóley Lindsay Aitken, 7 ára, Snæbjörn Örn Aitken, 4 ára, Stella Robin Aitken, 3 ára og faðir minn, Sigurvin Ólafsson. Svo erum við með tíkina Ariel og kettina Capucchino og Expresso.

Stærð jarðar? Um 50 hektarar.

Gerð bús? Rófurækt, ferðaþjónusta, hross, nokkrar hænur, kanínur, tvær endur og ein gæs.

Fjöldi búfjár og tegundir? 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það þarf að koma börnum af stað í skóla og leikskóla, svo þarf að fóðra hrossin, hænurnar og öll hin dýrin. Suma daga er rófuþvottur og flesta daga þrif á húsum og rúmfötum, skutla á fótbolta, glímu og íþrótta­æfingar og sækja á leikskóla.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? það er ekkert starf leiðinlegt bara misskemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, kannski bæta við sig í grænmetisræktun.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Tækifærin eru alls staðar en líklega mest í grænmetinu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrossasnitzel.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það voru mörg eftirminnilega atvik við frumtamningarnar.

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...