Skylt efni

dráttarvélar

Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust

Á dögunum var ný dráttar­véla­lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrðir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vélarnar voru kynntar á alheimsfrum­sýningu.

Valtra-umboðið verður hjá Aflvélum á Selfossi og Ferguson hjá Jötni

Eftir að Jötunn Vélar á Selfossi komst í þrot og eftir kaup Aflvéla á þrotabúinu hafa verið uppi vangaveltur um hvar umboðin fyrir Valtra og Massey Fergusson dráttarvélarnar myndu lenda.

Hefja sölu á landbúnaðartækjum frá Pronar í Póllandi

Samstarf Aflvéla og Pronar hófst árið 2011 á Íslandi. Stefnan var sett á vörur fyrir verktaka og sveitarfélög fyrir vetrar- og sumarþjónustu ásamt vögnum o.fl. Vörurnar nutu strax vinsælda vegna gæða, hönnunar og hagstæðs verðs. Mikil og góð reynsla er því komin á Pronar tækin við oft og tíðum mjög svo krefjandi íslenskar aðstæður.

Byggja upp söguminjasafn á eigin spýtur af virðingu við forfeður sína

Hjónin Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson á Hraunhálsi í Helgafellssveit reka þar kúabú með 26 mjólkandi kúm og eru að auki með um 80 fjár. Þar fyrir utan hafa þau ýmis áhugamál er lýtur að sögu búskapar á svæðinu.

Komið með umboð fyrir tyrknesku dráttarvélarnar Hattat

Fyrirtækið Vallarnaut, sem flutt hefur inn Solis dráttarvélar frá Indlandi, hefur nú fengið örlitla nafnbreytingu og heitir Vallarbraut. Eru eigendur að hætta nautaeldi sem þeir hafa stundað um árabil og eru búnir að taka að sér umboð fyrir tyrknesku dráttarvélarnar Hattat.

Fendt boðar komu 68 hestafla rafmagnsdráttarvélar 2018

Flestir dráttarvélaframleiðendur í heiminum hafa talið mjög óraunhæft að bjóða upp á vélar sem knúnar væru rafmagni frá rafhlöðum.

Ein fullkomnasta dráttarvélaverksmiðja í heimi

Í upphafi árs 2017 tók þýski dráttarvélaframleiðandinn Deutz-Fahr í notkun nýja dráttarvélaverksmiðju í Lauingen í Þýskalandi. Verksmiðjan er líklega fullkomnasta dráttarvélaverksmiðja í heimi í dag.

Big Bud 747 með 8 rása segulbandstæki

Big Bud 747 hefur lengi verið kölluð stærsta dráttarvél sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Ekki hefur Bændablaðið vitneskju um að því stærðarmeti hafi enn verið skákað.

Ræða möguleg orkuskipti í dráttarvélatækni

Í Bretlandi eru bændur farnir að velta töluvert fyrir sér hvort rafknúnar dráttarvélar, eða drifnar á annan vistvænan hátt, muni geta leyst dísilknúnu vélarnar af hólmi á næstu árum.

John Deere hristir upp í heimi dráttarvélanna

Mikil eftirvænting var vegna kynningar á nýrri rafdrifinni dráttarvél frá John Deere á SIMA-landbúnaðarsýningunni Paris International Agribusiness Show sem fram fór 26. febrúar til 2. mars.

Einfaldleikinn og lágt verð er lykillinn að góðum árangri

Solis er nýlegt nafn í íslenskum dráttarvélaheimi, en þar er um að ræða dráttarvélar sem framleiddar eru á Indlandi. Virðast þær vera að vekja lukku hér á landi sökum lágs verðs og einfaldleika.

Umtalsverð aukning var í sölu nýrra dráttarvéla á Íslandi á síðasta ári

Sala nýrra dráttarvéla á Íslandi tók talsvert við sér á síðasta ári og er óðum að nálgast það sem sumir telja eðlilegt með tilliti til endurnýjunar. Miðað við þetta virðist bjartsýni bænda á framtíðina hafa aukist mjög mikið.

Röng vinnubrögð valda 50% meiri eyðslu

Nemendur á öðru ári í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nú í haust stundað nám í áfanganum Vélar og tæki III. Þar gerðu þau athugun á eyðslu dráttarvéla við pinnatætingu í mismunandi vinnsludýpt og við mismunandi snúningshraða mótors.

Valtra skorar hæst í nýrri úttekt Bedre gardsdrift

Í vetrarúttekt Bedre gardsdrift í Noregi á átta stórum 120 hestafla dráttarvélum sem fram fór í Finnlandi fyrir skömmu, kemur Valtra best út í heildarstigagjöf. Þar á eftir eru Massey Ferguson og Case IH.

Fiat – stærsti drátta­véla­framleið­andi í heimi

Fabbrica Italiana di Automobily Torino (Fiat) var stofnað á Ítalíu árið 1899 til að framleiða bifreiðar. Reksturinn gekk vel og áður en langt um leið var fyrirtækið farið að framleiða vöru­flutninga­bíla, flugvélar, lestarvagna og bátavélar.

Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015

Móðurfélagið Deere & Co í Bandaríkjunum, sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum og framleiðir m.a. John Deere-dráttarvélarnar, spáir samdrætti í tækjasölu á árinu 2015.

Farmallinn á Íslandi sjötugur

Fyrstu Farmall A dráttarvélarnar komu til landsins fyrir 70 árum, eða þann 18. febrúar 1945 með flutningskipinu „Gyda“.

Minneapolis Moline – fyrsti traktorinn með sígarettukveikjara í mælaborðinu

Dráttarvélaframleiðandinn Minneapolis-Moline varð til árið 1929 við samruna þriggja fyrirtækja; stál- og vélaframleiðandann Minneapolis Steel & Machinery (MSM), Minneapolis Threshing Machine, sem framleiddi þreskivélar og Moline Plow sem framleiddi plóga og önnur jarðvinnslutæki.

Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum

Japanska fyrirtækið Iseki var stofnað árið 1926 og fyrstu áratugina framleiddi það ýmiss konar landbúnaðartæki og vélar. Það var þó ekki fyrr en árið 1961 að það hóf framleiðslu á traktorum sem í Japan kallast Iseki en hafa verið seldir undir ýmsum heitum á Vesturlöndum.

Massey Ferguson er langvinsælasta dráttarvélin ár eftir ár

Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru seldar 105 nýjar hefðbundnar dráttarvélar á árinu 2014 sem er nærri um 1% samdráttur frá árinu 2013 þegar seldar voru 108 vélar.