Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Allar líkur eru á því að tilvik þar sem raunveruleg álitamál eru um eignarréttarlega stöðu eyja og skerja séu tiltölulega fá.
Allar líkur eru á því að tilvik þar sem raunveruleg álitamál eru um eignarréttarlega stöðu eyja og skerja séu tiltölulega fá.
Mynd / úr myndbandi Markaðsst.Vesturlands.
Lesendarýni 14. mars 2024

Þjóðlendukröfur í eyjar og sker

Höfundur: Jón Jónsson, hrl. hjá Sókn Lögmannsstofu.

Óbyggðanefnd tók til meðferðarsvæði 12, með því að fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að það gæti gert kröfur um þjóðlendur.

Jón Jónsson.

Málsmeðferðin tekur til eyja, skerja og annara landfræðilegra eininga sem eru ofansjávar á stórstraumsfjöru meginlands Íslands. Það var undir ráðuneytinu komið hvaða kröfur yrðu gerðar.

Óbyggðanefnd hefur á síðastliðnum 20 árum fjallað um öll svæði á meginlandi Íslands á grunni laga nr. 58/1998 um þjóðlendur. Kröfulýsingar ríkisins hafa alla jafnan fengið gagnrýni, en reyndin sú að þeim hefur oft verið hafnað að miklu leyti af Óbyggðanefnd. Greinarhöfundur telur reyndar að framkvæmd löggjafarinnar hafi hvílt á ósanngjörnu sönnunarmati í garð landeigenda og ekki að öllu leyti á réttu mati á jarðaskipulagi þjóðveldisaldar og eignarréttarlegri þróun frá þeim tíma. Svæðisskipting landsins í 11 svæði og staðbundin mótmæli í hvert skipti þegar ríkið setur fram kröfulýsingar, hefur leitt til þess að aldrei hefur skapast nægt pólitískt bakland til að endurskoða lögin og tryggja sanngjarnara sönnunarmat.

Kröfulýsing ríkisins er nú komin fram og eins og oft áður kemur á óvart hve langt er gengið í að véfengja eignarrétt á svæðum, sem almennt séð hefur enginn vafi verið um að séu eignarrétti háð. Segja má að kröfulýsingin feli þó í sér ákveðin nýmæli í vitleysu, sem verða hér útskýrð.

Eyjar sem eru hluti meginlands Íslands

Mörk málsmeðferðarsvæðis Óbyggðanefndar miðast við stórstraumsfjöruborð meginlands Íslands. Þess skal getið að á fyrri málsmeðferðarsvæðum Óbyggðanefndar umhverfis landið, hafði málsmeðferðarsvæði afmarkast af hafi.

Kröfulýsing íslenska ríkisins nær nú m.a. til nafngreindra eyja/skerja sem eru í raun landföst og hluti meginlands Íslands, en einnig er landfastra eyja/skerja getið í almennri umfjöllun um heimildir, þótt ekki komi fram nafngreining í kröfukafla. Kröfulýsing nær m.a. til Örfiriseyjar í Reykjavík, hólma í vatnsföllum og ýmissa eyja sem eru landfastar vegna náttúrulegrar þróunar eða landfyllinga. Þjóðlendukrafa í þessi svæði verður auðvitað ekki tekin til skoðunar, enda utan þess svæðis sem Óbyggðanefnd má fjalla um. Það er hins vegar eðlileg krafa að ríkið farið skipulega yfir öll slík tilvik og að þau verði felld úr kröfugerð. Óvissu og óskýrleika um hvern kröfugerðin snertir verði eytt að þessu leyti.

Netlög eru eignarland

Íslensk lög og lagaframkvæmd ganga út frá því að netlög séu hluti eignarlands fasteigna að sjó, þ.e. 115 metrar út frá stórstraumsfjöruborði. Nefna má í því sambandi ákvæði laga nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, lög nr. 90/2011 um skeldýrarækt og breytingar á vatnalögum nr. 132/2011. Í kröfulýsingu ríkisins er ekki minnst á þetta. Kröfulýsing fjallar ekki um netlög og skapar það óvissu um eignarréttarlega stöðu eyja/skerja sem rísa úr hafi innan netlaga. Það er í raun alveg fráleitt lögfræðilega að eyjur, sker eða boðar sem rísa upp í netlögum jarða á meginlandi Íslands séu annað en eignarland. Þjóðlendumál hafa hingað til varðað álitamál um gildi mismunandi heimilda, en kröfulýsing í eyjar og sker innan netlaga virðist hreinlega véfengja þýðingu almennra ákvæða laga. Í raun virðist hver einasta strandjörð á Íslandi, þar sem sker eða boði rís úr hafi rétt utan stórstraumsfjöruborðs, þurfa að láta sig kröfulýsingu ríkisins varða. Þetta er furðulega staða, sem ríkið hlýtur að endurskoða.

Landauki er eignarland og ströndin er breytileg

Hafa ber í huga að mörk stórstraumsfjöru eru ekki landfræðilega þekkt, þ.e. nákvæm hnitsetning þeirrar línu á landakortagrunni liggur ekki fyrir. Það sama gildir um netlög, nákvæm lega 115 metra beltis umhverfis strandjarðir er ekki til á neinum kortagrunni.

Þá verður að hafa í huga að grundvallareðli marka jarða við sjó er að mörkin geta verið breytileg. Breyting á strönd vegna malarrifs eða hægfara landriss leiðir til breytingar á landi og netlögum. Skýrir dómar Hæstaréttar liggja fyrir að landauki í hafi er eign aðliggjandi jarðar. Það hefur engum komið það til hugar að verkefni Óbyggðanefndar yrði að afmarka netlög umhverfis allt Ísland á kortagrunni. Kröfulýsing ríkisins mun að óbreyttu þvinga slíka vinnu fram, sem mun leiða til þess að málsmeðferð mun taka mörg ár vegna mikils fjölda mála og nákvæmrar kortagerðar.

Kröfulýsing ríkiins þarf að breytast þannig að netlög séu virt og grundvallarskipan eignarréttar haldi gildi sínu um að netlög miðist við stórstraumsfjöruborð á hverjum tíma. Netlög verði áfram óræð lína. Að minnsta kosti verða kröfulýsingar landeiganda að taka mið af þessu.

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað um að jökulröndin árið 1998, þ.e. þegar þjóðlendulög voru samþykkt, ráði mörkum eignarlanda sem áttu land að jökli. Aðferðafræði ríkisins virðist miða að því að um netlög fari eins og mörk jökla. Með því verður réttarstöðu strandjarða raskað.

Aðferðafræði þjóðlendumála afbökuð

Í kröfulýsingu ríkisins er ekki mikill rökstuðningur. Í raun virðist aðferðafræði þjóðlendumála til landsins varpað yfir á eyjar/ sker, án þess að gætt hafi verið að grundvallaratriðum sem gera viðfangsefnin ólík. Mikilvægar réttarheimildir hafa gleymst, t.d. um netlög, en einnig sérstakar lagareglur og ákvarðanir stjórnvalda sem tekið hafa til eyja við Ísland. Í þjóðlendumálum ræðst niðurstaða í mestu álitamálum af mati á aðstæðum, t.d. hvað land liggur hátt yfir sjávarmáli, legu frá byggð og hvort það hafi aðallega verið nýtt til beitar. Hvernig geta slík sjónarmið átt við um eyjar og sker? Það er algjörlega óútskýrt af hálfu ríkisins. Svo því sé haldið til haga, þá hefur greinarhöfundur hvergi séð greinarskrif um fræðilegan grundvöll þessarar nálgunar ríkisins. Kröfulýsing ríkisins hefði átt að hvíla á ítarlegri rannsókn og ekki byggja á lögfræðitilraunum.

Eignarréttarleg skipan á eyjum og skerjum

Allar líkur eru á því að tilvik þar sem raunveruleg álitamál eru um eignarréttarlega stöðu eyja og skerja séu tiltölulega fá. Eignarréttarleg staða helstu eyja og eyjabyggða við Ísland hvílir oft á áreiðanlegum heimildum. Það var grundvöllurinn að því að Íslendingar komust af. Á hinn bóginn er ljóst að tilteknar eyjar og sker hafa aldrei verið tengdar eignarhaldi nokkurrar jarðar. Tilvikin sem þarna liggja á milli eru tiltölulega fá.

Það er áhyggjuefni að umfangsmikil kröfugerð ríkisins mun leiða til þess að fjölda jarða er att út í þjóðlendumál á forsendum sem eru í ósamræmi við lög eða afbökun á fordæmum þjóðlendumála. Algjört yfirfall mála getur skapast sem getur komið niður á gæðum málsmeðferðar þar sem helst skiptir máli að gagnaöflun og greining heimilda verði vönduð. Miðað við ákveðna óvissu eða gloppur í heimildaöflun sem greinarhöfundur hefur orðið var við á svæði 11, þar sem um 20 svæði eru undir, er staðan mjög alvarleg, enda má ætla að kröfulýsingar jarða vegna eyja og skerja verði margfalt fleiri.

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...