Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt
Lesendarýni 28. mars 2023

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ.

Heimsfaraldur kórónuveiru og innrás Rússa í Úkraínu hefur kallað á endurskoðun á þeim gildum sem við byggjum íslenska matvælaframleiðslu á.

Trausti Hjálmarsson.

Sem þjóð teljum við mikilvægt að hér á landi sé stunduð öflug matvælaframleiðsla. Unnið er að því að móta landbúnaðarstefnu sem til framtíðar leggur grunn að því hlutverki sem íslenskum landbúnaði verður ætlað í okkar samfélagi.

Sauðfjárrækt mun áfram verða ein af meginstoðum íslenskrar matvælaframleiðslu. Ekki bara vegna þess að sauðfjárrækt er samofin sögu okkar og menningu, ekki bara vegna þess að sauðfjárræktin skapar fjölbreytt störf um allt land, ekki bara vegna þess að hér á landi eru einstök landgæði sem henta vel til sauðfjárræktar, heldur fyrst og fremst vegna þess að íslensk sauðfjárrækt er stunduð af miklum metnaði sem lýsir sér í einstökum árangri hvað varðar afurðarsemi, framsýni í kynbótastarfi og áherslum í umhverfismálum.

Það er hægt að meta árangur af búrekstri með ýmsum hætti. Algengt er að horfa til þátta eins og frjósemi, fallþunga og kjötgæða. Þegar horft er til þessara þátta er árangur í íslenskri sauðfjárrækt einstakur á heimsvísu. Frá aldamótum hafa afurðir sauðfjár aukist um nær 25%. Það er árangur sem náðst hefur með bættum búskaparháttum og markvissum kynbótum. Þessi árangur skilar sér ekki bara í aukinni framlegð í búrekstri heldur skilar hún líka stórkostlegum árangri í að draga úr beinni losun kolefnis frá landbúnaði.

Kynbótastarf í íslenskri sauðfjárrækt er einstakt á heimsvísu. Fyrst og fremst af því að hér hefur frá upphafi verið byggður upp öflugur gagnagrunnur á grunni þekkingar öflugra fræðimanna og mikils áhuga bænda á þátttöku í kynbótastarfinu. Í dag eru um 95% bænda þátttakendur í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt, það er einstakt og gerir það að verkum að bændur hafa nákvæmar upplýsingar um afurðir sinna gripa og kynbótagildi þeirra.

Á sviði umhverfismála hafa sauðfjárbændur ekki síður lagt sitt af mörkum þegar kemur að landnýtingu og endurheimt landgæða. Hér má t.d. nefna þátttöku íslenskra bænda í verkefninu Bændur græða landið. Í því verkefni hefur verið unnið að landbótum á um 900 km2 landsvæði í samstarfi við landgræðsluna. Gæðastýring í sauðfjárrækt hefur skilað breyttum áherslum í landnýtingu. Verulega hefur verið dregið úr sauðfjárbeit, beitartími styttur og um 8.500 km2 af hnignuðu landi friðað fyrir beit. Þá hefur af tillögu sauðfjárbænda verið komið á verkefninu Grólind um mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins. Meginmarkmið þess verkefnis er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróðurs- og jarðvegsauðlinda landsins.

Íslensk sauðfjárrækt byggir á sterkum grunni. Það er hins vegar líka margt sem þarf að gera betur. Þar má einkum nefna að afkoma sauðfjárbúa hefur verið óviðunandi um langt skeið. Mikilvægt er að skapa bændum stöðugleika í rekstri. Bæði með því að tryggja fyrirsjáanleika í opinberum stuðningi og að afurðaverð tryggi bændum viðunandi afkomu. Ekki síður er mikilvægt að hér sé virk tollvernd og stjórnvöld skapi rekstrarumhverfi sem tryggir bændum afkomu til samræmis við aðrar starfsgreinar.

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár. Mikilvægt er að hafa í huga að núverandi fyrirkomulag landnýtingar er ein af grunnstoðum sauðfjárræktar, að einhverju leyti verður umræðan að byggja á þeirri forsendu. Það verður hins vegar ekki horft framhjá því að þeim tilvikum fjölgar þar sem árekstrar verða um landnýtingu. Aðstæður eru mjög breytilegar og ekki auðvelt að finna einfaldar lausnir sem leysa alla árekstra. Núverandi kerfi byggir á þeim grunni að sveitarfélög fara m.a. með skipulagsmál, framkvæmd fjallskila og setja reglur um búfjárhald, þar sem m.a. liggur ákvörðunarvald varðandi lausagöngu búfjár. Það er líka rétt að hafa það í huga að það eru fleiri en færri tilvik þar sem árekstrar varðandi landnýtingu hafa verið leystir með samtali og tillitssemi. Þar halda báðir aðilar á lausninni. Garður er granna sættir.

Samdráttur í kartöfluuppskeru
Lesendarýni 22. apríl 2025

Samdráttur í kartöfluuppskeru

Hagstofa Íslands sló upp á forsíðu sinni nýlega að kartöfluppskeran 2024 hefði v...

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...