Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Höfundur: Guðni Ágústsson

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar sem fram fór frumsýning á kvikmyndinni Konungur fjallanna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur á Landmannaafrétti, lét gesti sína bíða eftir sér eins og alvöru kvikmyndastjarna.

Mikil eftir­vænting lá í loftinu og smalar og vinir fjallmannanna voru mættir. Ekkert er jafn heillandi eins og göngur og réttir á haustin. Myndin fangaði vel ævintýrið um líf og starf sauðfjárbóndans frá sauðburði til rétta. En hæst reis myndin við smalamennsku í einu fegursta fjalllendi Íslands inn við Landmannalaugar og Hekla er drottning öræfanna þar sem fjallkóngurinn Kristinn Guðnason stýrir liði sínu til smalamennsku. Myndin sýnir vel töfra íslenskrar náttúru, þar sem smalinn fer um fjöll og firnindi, sundríður ár og rekur lagðprúða hjörðina til rétta. Fjallkóngurinn er sögumaður myndarinnar. Þar bregst Kristinn ekki, af hógværð og festu segir hann söguna. Kristinn er sannur bóndi og rekur af tilfinningu, þann unað sem smalamennskur, sauðkindin og hesturinn gefur bóndanum. Hann ann afrétti sínum og í 42 ár hefur hann stýrt liði sínu og farið í smalaferðir í ein sextíu ár. Gestir kóngsins og smalanna eru svo fólk frá mörgum þjóðlöndum, margir koma aftur haust eftir haust. Hver sá sem horfir á þessa mynd skilur á eftir hvílík menning er fólgin í smalamennskum um afrétti landsins. Hestar og menn svitna saman og gleðin yfirgnæfir allt erfiði. Myndinni er leikstýrt af Arnari Þórissyni og framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir. Tónlist er í höndum Úlfs Eldjárn og hljóð Péturs Einarssonar. Þessa kvikmynd verða allir að horfa á og hana ætti að sýna í skólum landsins. Myndin er ákall um forna og nýja menningu og landbúnað sem er einstakur á veraldarvísu. Ég skora á Sunnlendinga að njóta kvikmyndarinnar Konungur fjallanna í Bíóhúsinu á Selfossi næstu vikur. Enn fremur verður hún sýnd í Laugarásbíói í Reykjavík. Myndin kallar á fjölskylduferð í bíó.

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn
Lesendarýni 12. júní 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn

Í Bændablaðinu miðvikudaginn 24.4. 2024 er viðtal við Jón Kristinsson umhverfisa...

Framtíð veiða með botnvörpu?
Lesendarýni 11. júní 2024

Framtíð veiða með botnvörpu?

Fyrir nokkrum vikum birtist í National Geographic grein sem byggir á viðamikilli...

Hrossaræktin á fljúgandi ferð
Lesendarýni 10. júní 2024

Hrossaræktin á fljúgandi ferð

Þegar ég var í búfræðinámi á Hvanneyri voru heilmikil átök um stefnuna í hrossar...