Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Katrín Jakobsdóttir er verðugur þjóðhöfðingi
Lesendarýni 28. maí 2024

Katrín Jakobsdóttir er verðugur þjóðhöfðingi

Höfundur: Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Sem forsætisráðherra í ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka hefur Katrín Jakobsdóttir sýnt mikla hæfni sem þjóðarleiðtogi, mannasættir og sameiningarafl.

Guðni Ágústsson.

Henni hefur farnast vel í því mikla starfi og notið vinsælda og trausts. Hún hefur miðlað málum og leitt fram lausnir í mörgum flóknum stórpólitískum málum. Hún er samvinnumaður, hún er lausnamiðuð og lætur ekki smámál trufla sig.

Katrín hefur verið leiðtogi ríkisstjórnar í um sjö ár samfleytt, lengur en hinn farsæli foringi Steingrímur Hermannsson. Í því hlutverki hefur hún tekist á við mjög erfið mál og ber kórónuveirufaraldurinn, sú mikla manndrápspest, þar hæst.

Snilld hennar og ríkisstjórnarinnar var sú að fela læknum og almannavörnum að stýra aðgerðum, þeim Þórólfi Guðnasyni, Ölmu Möller og Víði Reynissyni. Við misstum fólk en fáar þjóðir gerðu þetta betur en við, og efnahagur landsins stóðst álagið. Aðilar vinnumarkaðarins voru samvinnufúsir og því fór betur en á horfðist. Hinn snjalli forseti Bandaríkjanna, Harry S. Truman, sagði: ,,Það má ótrúlega mörgu koma í verk, ef manni er sama hverjum hlotnast heiðurinn.“

Þegar Katrín yfirgefur nú ríkisstjórnina er meiri gróska og uppgangur á Íslandi en víðast annars staðar. Einstökum kjarasamningum til fjögurra ára tókst henni og ríkisstjórn hennar að stýra í höfn og verðbólgan og háu vextirnir eru teknir að lækka. Sannarlega ósvikin og mikilvæg þjóðarsátt. Atvinnustig á Íslandi er með því hæsta í Evrópu. Katrín er sannur Íslendingur og náttúruunnandi. Hún skilur vel grunnatvinnuvegi þjóðar sinnar, en málefni þess veika og smáa býr við hjarta hennar. Sem starfandi landbúnaðarráðherra var hún fundvís á góð ráð og alltaf bændum hliðholl. Á Búnaðarþingi spurði hún á dögunum hvers vegna bændur notuðu ekki fánaröndina á hreinar íslenskar vörur, kjötið, mjólkina og grænmetið, svo valið yrði auðvelt fyrir neytendur. „Þetta gera franskir bændur og fá að nota þjóðfánann fólki sínu til glöggvunar,“ bætti hún við.

Þegar ég horfi yfir sviðið er Katrín hreinskiptin og notar aldrei stór eða ljót orð um andstæðinga sína eða nokkurn mann, það er ekki til í hennar vopnabúri. Katrín skorar hátt og af reynslu er hún keppinautum sínum fremri. Þjóð sinni til sóma hvar sem hún hefur komið fram. Forseti Íslands er höfuð stjórnsýslunnar og þar hafa fyrrverandi forsetar oft sýnt hæfni til úrlausnar í vandasömum málum.

Katrín Jakobsdóttir mun án nokkurs vafa verða forseti allrar þjóðarinnar frá fyrsta degi og valda erfiðum verkefnum vel. Svo mun hún hafa mannbætandi áhrif á líf okkar og verða mikilsmetinn þjóðhöfðingi sakir mannkosta og reynslu.

Að elska og hata skurði
Lesendarýni 16. júlí 2025

Að elska og hata skurði

Fyrir nokkrum áratugum þá var það þjóðaríþrótt á Íslandi að grafa skurði. Stór h...

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi
Lesendarýni 15. júlí 2025

Harmonikan – hjarta tónlistar og menningar á Íslandi

Harmonikan, þetta fjölbreytta og heillandi hljóðfæri, hefur um áratugaskeið veri...

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar
Lesendarýni 15. júlí 2025

Ég bið fólk tengt dýrahaldi afsökunar

Það fólk sem hefur mesta þekkingu á dýrum er það fólk sem heldur dýr og umgengst...

Evrópa bannar minni plastumbúðir
Lesendarýni 11. júlí 2025

Evrópa bannar minni plastumbúðir

Hjá Evrópusambandinu er unnið að nýjum umbúðareglugerðum sem miða að takmörkun á...

Laxalús og mótvægisaðgerðir
Lesendarýni 3. júlí 2025

Laxalús og mótvægisaðgerðir

Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það v...

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess
Lesendarýni 2. júlí 2025

Eldgosið í Öskju árið 1875 og afleiðingar þess

Á árunum 1870–1914 fluttu yfir 14.000 Íslendingar til NorðurAmeríku, flestir til...

Upphaf búvörusamninga
Lesendarýni 1. júlí 2025

Upphaf búvörusamninga

Fram undan eru samningaviðræður milli bænda og stjórnvalda um nýja búvörusamning...

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar
Lesendarýni 27. júní 2025

Blómlegar sveitir eru sjálfsmynd þjóðar

Það er brýnna en nokkru sinni að treysta búskap til sveita landsins og viðhalda ...