Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Taflan hér að ofan sýnir greiningu Bændasamtaka Íslands á áhrifum þeirra breytinga sem verða á sauðfjársamningnum milli áranna 2022 og 2023, annars vegar og hins vegar 2022 og 2026, eftir sýslum. Útreikningar byggja í öllum tilvikum á grunni útdeilingar ársins 2022 en forsendum áranna 2023 og 2026.
Taflan hér að ofan sýnir greiningu Bændasamtaka Íslands á áhrifum þeirra breytinga sem verða á sauðfjársamningnum milli áranna 2022 og 2023, annars vegar og hins vegar 2022 og 2026, eftir sýslum. Útreikningar byggja í öllum tilvikum á grunni útdeilingar ársins 2022 en forsendum áranna 2023 og 2026.
Lesendarýni 31. október 2022

Hvað líður endurskoðun á sauðfjársamningi?

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda.

Líkt og bændur vita þá líður að næstu endurskoðun sauðfjársamnings, hún á að fara fram á árinu 2023.

Trausti Hjálmarsson,
formaður deildar sauðfjárbænda.

Í aðdraganda endurskoðunar er ágætt að staldra við og skoða hvað betur má fara í okkar umhverfi. Við síðustu endurskoðun voru gerðar ákveðnar breytingar á framkvæmd samningsins, kvótamarkaður var settur á laggirnar með greiðslumark og hefur það fyrirkomulag reynst vel. Það má með sanni segja að söguleg sátt ríki meðal sauðfjárbænda um fyrirkomulag greiðslna til bænda.

Það sýnir afdráttarlaus stuðningur bænda við tillögur á tveimur stórum aðalfundum samtaka sauðfjárbænda þar sem lagt var til að stöðva niðurtröppun greiðslumarks. Greiðslumarkið hefur þann kost umfram aðrar greiðslur að þar geta bændur skapað sér greiðslugrunn til framfærslu búsins, lakari meðalvigt, minni ull, meiri vanhöld lamba og margar aðrar utanaðkomandi aðstæður hafa ekki áhrif á þessar greiðslur til bænda. Tekjugrunnur eða tekjutrygging hvers konar til bænda hlýtur alltaf að vera af hinu góða.

Líkt og kom fram í skýrslu Byggðastofnunar, sem gefin var út í maí 2022, þá var, og er enn, ríkjandi afkomuótti á meðal sauðfjárbænda. Það er atriði sem við verðum að taka alvarlega. Það er beinlínis óvarlegt og óskynsamlegt að færa fjármuni á milli liða nú um næstu áramót, þegar það hefur jafnvel lítið annað í för með sér en að auka á óöryggi bænda hvað varðar afkomu.

Stöldrum heldur við, leyfum hinni sögulegu sátt að ríkja og göngum til endurskoðunar þar sem markmiðið verður að bæta lífsgæði sauðfjárbænda, ekki að hringla með lífsafkomu þeirra frá ári til árs.

Bændasamtök Íslands óskuðu eftir því við Svandísi Svavarsdóttur landbúnaðarráðherra að gerð yrði breyting á Samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar, þannig að tilfærsla af greiðslumarki yfir á aðra liði samningsins myndi stöðvast.

Beiðnin byggði á ályktunum frá framhaldsaðalfundi LS sem haldinn var 11. nóvember 2021. Þar var eftirfarandi tillaga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn 11. nóvember 2021 skorar á stjórn BÍ að endurskoða nú þegar gildandi samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun á greiðslumarki sem koma á til framkvæmda 2023.

Málið var síðan talsvert rætt á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda sem haldið var 3.–4. mars síðast­ liðinn. Þar var einnig samþykkt með miklum meirihluta eftirfarandi tillaga:

Endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar: Fari fram sem fyrst og að endurskoðun verði lokið fyrir 1. janúar 2023. Að öðrum kosti að tilfærsla af greiðslumarki yfir á aðra liði samningsins stöðvist þar til endurskoðun hefur verið lokið. Leitast verði við að samningur um starfsskilyrði sauðfjárbænda geri miklar sveiflur í afkomu sauðfjárbænda ólíklegri og innifeli stjórntæki til að takast á við sveiflur þegar þær verða.

Erindi byggt á þessum tillögum var sent til ráðherra landbúnaðarmála 6. apríl og óskað eftir fundi til að fara yfir forsendur málsins.

Ráðuneytið boðaði til fundar 22. ágúst, þar sem erindið var rætt efnislega. Ekki kom fram eiginleg lokaniðurstaða á þeim fundi.

Bændasamtök Íslands ítrekuðu beiðnina í öðru erindi sent 4. október. Í svari, sem barst 11. október, kom fram að ráðuneytið féllist ekki á beiðni um breytingar á samningnum að svo stöddu, en jafnframt vísað til þess að á næsta ári fari fram endurskoðun á sauðfjársamningi.

Fyrirhuguð breyting á sauðfjársamningi 2023–2026

Bændasamtökin telja að þær breytingar sem verða á tilfærslu milli liða í samningnum á næstu árum færi stuðning frá svæðum sem njóta svæðisbundins stuðnings og hafa minni tækifæri til annarra tekjuöflunar. Þessi breyting vinnur því gegn þeim lið samningsins sem markvisst er ætlað að styðja við byggð á viðkvæmum svæðum landsins.

Yfirlit yfir þessa greiningu má sjá í meðfylgjandi töflu.

Breytingar sem gerðar voru á sauðfjársamningnum árið 2021 sköpuðu ákveðna sátt. Má þar sérstaklega nefna innlausnarmarkað með greiðslumark. Þar er tryggt að þeir sem eiga hlutfallslega lítið greiðslumark njóti forgangs við slík kaup. Framkvæmd markaðarins hefur styrkt vilja bænda til að halda áfram að byggja sauðfjársamninginn á greiðslumarki.

Það verður að segjast að það eru talsverð vonbrigði ef niðurstaðan verður sú að ekki verði farið að vilja bænda og þar með rofin sú sögulegu sátt sem um greiðslumarkið ríkir. Við höfum trú á því að oft sé hægt að skipta um skoðun að betur ígrunduðu máli og skorum því á matvælaráðherra að gera slíkt nú.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...