Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sáralítill snjór og nánast bara á veggirðingunni. Hér hefði ekki þurft nema einn vagn af möl og þá stæði girðingin betur upp úr snjónum.
Sáralítill snjór og nánast bara á veggirðingunni. Hér hefði ekki þurft nema einn vagn af möl og þá stæði girðingin betur upp úr snjónum.
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Höfundur: Hjalti Þórðarson, áhugamaður um nothæfar girðingar.

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er gott og jafnvel einhver búinn að rífa upp tóbakshorn.

Hjalti Þórðarson.

Slíkt gerðist á einum bæ rétt fyrir vorjafndægur þar sem girðingar við akvegi voru til umræðu og hvort frágangur þeirra sé stundum ekki nógu vel ígrundaður. Í ökuferð um Norðurland var girðingum gefið nokkuð auga. Þeir sem hafa brasað í girðingum allt sitt líf vita að undirbúningur og girðingarstæðið skipta öllu máli. Fylla í skurði og lægðir þar sem hægt er og slétta vel undir. Þegar vegagerð er í gangi er þetta sáralítið mál þar sem tæki og tól eru á staðnum til verksins. Að setja upp girðinguna er ekki nema hluti verksins og til lítils gagns ef hún er hrunin árið eftir eingöngu vegna þess að höndum var kastað til við undirbúninginn.

Girðingarefni er dýrt og er því krafan sú að fjármunum sem í það fer sé vel varið. Það ætti því að vera metnaðarmál þeirra sem leggja vegina að undirbúa almennilegt girðingarstæði og vinna það á sama tíma og vegurinn er lagður. Nú um stundir er mikilvægt að vanda alla þessa vinnu þar sem fækkun fólks í mörgum byggðum landsins er átakanleg og þar af leiðandi færri hendur en áður til að sinna viðhaldi á veggirðingunum.

Á mörgum stöðum eru girðingar lagðar í veghallanum eða neðst í honum og fara því alltaf á kaf í snjó á vetrum. Í einhverjum tilfellum verður reyndar ekki hjá því komist. Víða þurfa girðingar ekki að vera nema 5–10 metrum fjær veginum til að sleppa við mestu snjóalögin. Nokkrir hornstaurar í viðbót eða fáeinar skóflur af möl í dokkir skipta akkúrat engu máli í stóra samhenginu því tilgangurinn hlýtur að vera sá að girðingin standi sem lengst og þurfi sem minnst viðhald.

Veggirðingin hálf á kafi og alveg á kafi nokkru fjær. Ekki þyrfti girðingin að vera nema ca. 10 metrum lengra til hægri til að sleppa nánast við allan snjó enda þar gamall vegslóði.

Girðingar á vondum stöðum sem fá lítið sem ekkert viðhald verða ónýtar um leið en slíkar girðingar eru bara til ógagns og miklu betra að rífa þær. Væntanlega eiga veggirðingar að þjóna þeim tilgangi að halda skepnum frá vegunum og þar af leiðandi minnka óþægindi fyrir bílaumferð og draga úr slysahættu hvort sem er á skepnum eða fólki.

Nýlagður vegur og girðingin sett rétt við veginn þar sem er klaki og snjór þrátt fyrir hláku í marga daga. Örfáum metrum til hægri er bakki sem oftast er snjólítill eða snjólaus. Til hvers í fjáranum er verið að leggja girðinguna í lægðina?

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...