Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Mynd 1. Veiðiár með laxaseiði á eldissvæðum á Vestfjörðum skv. rannsóknum Hafrannsóknastofnunar og rannsóknafyrirtækisins Laxfiskar. Stærri svartir punktar tákna veiðiár sem eru inni í áhættumatinu og minni punktar þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að laxaseiði finnast. Rauðir punktar tákna staðsetningu slysasleppinga og blá svæði tákna eldissvæði. Notaður er kortagrunnur Matvælastofnunar.
Mynd 1. Veiðiár með laxaseiði á eldissvæðum á Vestfjörðum skv. rannsóknum Hafrannsóknastofnunar og rannsóknafyrirtækisins Laxfiskar. Stærri svartir punktar tákna veiðiár sem eru inni í áhættumatinu og minni punktar þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að laxaseiði finnast. Rauðir punktar tákna staðsetningu slysasleppinga og blá svæði tákna eldissvæði. Notaður er kortagrunnur Matvælastofnunar.
Lesendarýni 29. júní 2023

Áhættumatið og litlu veiðiárnar

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur.

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og grein Ragnars Jóhannssonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni, í Bændablaðinu hinn 9. mars kemur m.a. eftirfarandi fram:

Valdimar Ingi Gunnarsson.

,,Valdimar fullyrðir jafnframt að áhættumatið hafi lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera og að litlum veiðiám sé fórnað til þess eins að geta veitt erlendum aðilum eldisheimildir.“

Í áhættumati erfðablöndunar er aðeins gert ráð fyrir að strokulax gangi upp í fjórar veiðiár á eldissvæðum á Vestfjörðum enþarerað finna u.þ.b. 25 veiðiár með laxi/laxaseiðum en þó í mjög mismunandi mæli og flestar með fáa laxa eða litla laxastofna (mynd 1). Í grein rannsóknastjórans kemur jafnframt fram: ,,Vatnsfall þar sem mjög fáir fiskar finnast getur því ekki talist fóstra nytjastofn. Því eru ekki teknir í áhættumatið ár þar sem finnast af og til örfáir laxar. Þær fóstra ekki eiginlega laxastofna og geta ekki flokkast sem nytjastofnar.“

Hér verður ekki farið út í að deila um hvað er laxastofn eða hlutstofn (e. metapopulation), það í sjálfu sér skiptir ekki máli því strokulax leitar upp í allar veiðiár þar sem er að finna laxaseiði og í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga:

  • Erfðablöndun: Það getur átt sér stað erfðablöndun í veiðiám hvort sem laxveiði er skráð í veiðibækur hjá Hafrannsóknastofnun eða ekki en um það hefur strokulaxinn enga vitneskju. Jafnframt geta blendingar úr veiðiám með óskráða veiði dreift sér yfir í ár með skráða veiði.
  • Framleiðsluheimildir: Ef allar veiðiár sem fóstra laxaseiði eru teknar með í reiknilíkan áhættumatsins fæst allt önnur niðurstaða en fengist hefur fram að þessu, en um það verður fjallað í seinni grein.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er komið inn á að óháðir sérfræðingar telja að vöktunar- og mótvægisaðgerðir séu takmarkaðar að umfangi í áhættumati erfðablöndunar. Á þetta benti höfundur í fjölda greina í Bændablaðinu á árinu 2020.

Í umsögn Hafrannsóknastofnunar við skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur m.a. eftirfarandi fram:

,,Ávinningur getur verið af mótvægisaðgerðum sem beitt er eftir að fiskur sleppur úr kvíum en slíkar aðgerðir geta bæði verið kostnaðarsamar og getur virkni þeirra takmarkast af aðstæðum. Ljóst er að aðgerðir sem ganga út á að fjarlægja eldisfiska úr ám geta verið ýmsum erfiðleikum bundnar og haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfi og lífríki.“

Af hverju hefur Hafrannsóknastofnun áhyggjur af kostnaði sem tjónavaldur ætti að öllu eðlilegu að greiða? Hafrannsóknastofnun streitist áfram við að upplýsa stjórnvöld og mæla með mikilvægum mótvægisaðgerðum til að lágmarka tjón af völdum strokulaxa eins og stofnunin hefur gert allt frá árinu 2017 þegar áhættumatið var fyrst lagt fram af einhverjum ástæðum. Af hverju hefur Hafrannsóknastofnun áhyggjur af virkni mótvægisaðgerða í staðinn fyrir að benda á vel heppnaðra aðgerða í Noregi sem hægt er að hafa til fyrirmyndar eins og t.d. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur gert í sinni umsögn við skýrslu Ríkisendurskoðunar?

Umsagnir stofnana og nefnda

Það hefur verið gagnrýnt að ekki séu allar veiðiár teknar með í áhættumat erfðablöndunar og eftirfarandi stofnanir og nefndir hafa komið með umsagnir og athugasemdir:

  • Erfðanefnd landbúnaðarins: Í umsögn við fiskeldisfrumvarpið á vorþingi 2019 benti nefndin á að það verði að taka alla laxastofna með í áhættumat erfðablöndunar.
    Ef laxastofnar á ákveðnum svæðum eru undanskildir í áhættumatinu er m.a. hætta á að líffræðilegur fjölbreytileiki tapist.
  • Vísindanefnd: Nefndin fékk það hlutverk að rýna áhættumatið skv. lögum um fiskeldi frá 2019 og skilaði inn skýrslu til Alþingis í maí 2020. Þar er bent á að í líkani áhættumats erfðablöndunar séu annmarkar, m.a. í því að taka ekki með litlu laxastofnana.
  • Skipulagsstofnun: Í tímamótunaráliti stofnunarinnar í lok ársins 2020 kemur fram að sé horft til allra laxastofna á Vestfjörðum telur stofnunin að óvissu gæti um samlegðaráhrifin, þau geti orðið talsvert eða verulega neikvæð ef viðbrögðum við slysasleppingum er ábótavant.
  • Ríkisendurskoðun: Í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem kom fram í byrjun þessa árs, var bent á að „nýlega hefur komið í ljós að fjöldi eldisfiska veiðist í ám á Vestfjörðum, þó ekki laxveiðiám með veiðibækur“. Stofnunin bendir jafnframt á að ,,taka verður alvarlega ábendingar um að hvaða leyti vöktun og mótvægisaðgerðum af hálfu Hafrannsóknastofnunar er ábótavant“.
Náttúruníð og fúsk

Rannsóknastjórinn nefnir að ,,ávirðingum Valdimars um náttúruníð, fúsk og spillingu er því algjörlega vísað til föðurhúsanna“. Höfundur hefur ekki notað þessi orð þegar fjallað hefur verið um áhættumat erfðablöndunar og Hafrannsóknastofnun. Varðandi spillingu verður það tekið fyrir í annarri grein. Það er umhugsunarvert að rannsóknastjórinn dregur þessi orð inn í umræðuna. Orðið náttúruníð finnst ekki í íslenskri orðabók en fúsk er að gera eitthvað sem maður kann ekki.

Lesandanum er það látið eftir að leggja mat á hvort náttúruníð og fúsk eigi við þegar áhættumat erfðablöndunar kemur til tals og við það mat er m.a. hægt að styðjast við fjölda greina sem höfundur hefur birt í Bændablaðinu.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...