Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sterkari til framtíðar
Af vettvangi Bændasamtakana 25. mars 2024

Sterkari til framtíðar

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ.

Sauðburður er handan við hornið og sauðfjárbændur þurfa að taka ákvarðanir um framtíðina.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason.

Undanfarin tvö ár hefur margt jákvætt gerst í leiðréttingu á afurðaverði til okkar bænda en við vitum enn ekki hvað leynist í kristalskúlu afurðastöðvanna næsta haust.

En ef við reynum að rýna inn í kristalskúlu framtíðarinnar þá vitum við að innanlands þurfa fleiri munnar að borða á hverjum degi samhliða auknum fjölda ferðamanna til Íslands. Út frá þeirri staðreynd og ef við gefum okkur að sauðfjárafurðir haldi sömu markaðshlutdeild innanlands þarf sauðfé að fjölga svo framleiðslan verði næg á innanlandsmarkað eftir mikinn samdrátt undanfarin ár.

Ég skynja bjartsýni meðal bænda og af samtölum við starfsmenn RML sem hafa verið að aðstoða við umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt er aukning í fjölda umsókna milli ára og eins eru að sjást umsóknir um viðbyggingar með það markmið að fjölga fé og bæta vinnuaðstæður – slíkar umsóknir hafa verið fátíðar undanfarin ár.

Ég las nýverið viðtal við eldri sauðfjárbónda í Bretlandi sem var að tala til sjálfs síns við upphaf búskapar. Þar segir hann að raunveruleikinn hvernig við búum með sauðfé hefur ekki breyst frá því sem var en í ytra umhverfinu er skynjun á störf okkar og hvatning til okkar oft brengluð. Hann hvatti því yngri sig til mikilvægis þess að ögra rangri skynjun og minnti yngri sig á mikilvægi aðlögunarhæfni og þess að breyta til.

En hvað á ég við með þessu? Það er undir okkur bændum sjálfum komið hvernig við skipuleggjum og tæklum okkar búskap. Við getum beðið langt fram á sumar eftir því að afurðastöðvar birti afurðaverð komandi hausts en við getum líka tekið ákvarðanir um eigin búskap. Sjálfur hef ég ræktað kjarngóða beit á eigin búi til að eiga fyrir léttari lömbin á haustin undanfarin ár. Með því móti er hægt að búa til talsverðan tekjuauka fyrir svo utan jákvæð áhrif á endurræktun og betra gróffóður árin á eftir. Ég veit mætavel að það eru ekki allir sammála mér en hér gildir að við þurfum að vera móttækileg fyrir nýrri þekkingu og hafa aðlögunarhæfni til að breyta úr viðjum vanans.

Í mínum búskap hef ég síðustu ár verið að feta mig meira yfir í sölu eigin afurða milliliðalaust til neytenda. Þar skynja ég mikinn velvilja neytenda og þarna eru tækifæri. En af hverju nefni ég þetta? – Jú, þessi hópur sem vill kaupa milliliðalaust af bændum vill kaupa íslenska vöru og treystir því að þeir séu að fá íslenska vöru vegna þess að ákveðinnar upplýsingaróreiðu gætir í verslunum varðandi uppruna matvöru.

Af þeim sökum var hafin sú vinna að stofna vörumerkið „Íslenskt staðfest“ fyrir nokkrum árum. Eftir að hafa fylgst með umræðu um vörumerkið undanfarin misseri sýnist mér að ákveðinnar tortryggni gæti hjá stóru fyrirtækjunum sem eru í eigu okkar bænda að taka þetta vörumerki upp þó reynsla slíkra merkja erlendis sýni að þau bæði auka sölu og framleiðni þeirra vara sem merkið bera.

Ég er þess fullviss að innleiðing þessa vörumerkis verður skref í frekari leiðréttingu á afurðaverði og bættum kjörum okkar bænda. Ég skora því á stjórnarmenn stóru afurðafyrirtækjanna, sem jafnframt eru bændur, að skoða málið vandlega og taka samtalið við Bændasamtökin um hvort og hvað megi bæta í forsendum merkisins. Því þarna snýst þetta um að ögra rangri skynjun og minna sig á aðlögunarhæfni breytinga. Slíkt yrði íslenskum landbúnaði til heilla því saman eru við sterkari til framtíðar.

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...