Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Setjum x við L
Af vettvangi Bændasamtakana 4. apríl 2023

Setjum x við L

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands var haldið í liðinni viku, dagana 30.-31. mars. Yfirskrift Búnaðarþings að þessu sinni var Landbúnaður framtíðarinnar, sem vísar til þess fyrirsjáanleika sem atvinnugreinin þarfnast.

Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Í ræðu minni á þinginu fór ég yfir það hvernig landbúnað við myndum vilja sjá til framtíðar. Viljum við sjá starfsumhverfi sem einkennist af raunverulegri og eðlilegri samkeppni innlendrar landbúnaðarframleiðslu við innflutning? Eða liggur framtíðin í sterku sambandi neytenda og framleiðenda þannig að verslun afmarkast við nærsamfélagið? Sjáum við fram á mikla fjölgun og endurnýjun í stéttinni þar sem nýir aðilar geta nálgast styrki og hagstæð lán til að kaupa jarðir og hefja búskap? Eða horfum við fram á stöðnun þar sem aðgerðir stjórnvalda einkennast eingöngu af niðurgreiðslum landbúnaðarvara til að mæta kröfum neytenda um lágt verð?

En eitt er víst, í sameinuðum samtökum erum við hætt að fórna hagsmunum hvert annars og ætlum öll sem eitt, óháð búgreinum að styrkja innri og ytri starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Á Búnaðarþingi var ályktað um fjölmörg mál sem rata inn í Stefnumörkun Bændasamtakanna 2023-2024 sem er leiðarljós fyrir stjórn, skrifstofu og atvinnugreinina í þeim verkefnum sem takast þarf á við í landbúnaði.

Eftirlit með eftirlitinu

Ein af ályktunum sem samþykkt var er betri merkingar matvæla. En það er gríðarlega mikilvægt fyrir greinina að stuðla að því að bæta merkingar á matvælum. Hér þarf samhent átak stjórnvalda, framleiðenda, verslunar, afurðastöðva og neytenda og er upprunamerkið Íslenskt staðfest hluti af lausninni. Af hverju ættu aðrar reglur að gilda un innfluttar afurðir en íslenskar? Hefðu menn fengið að framleiða vörur á Íslandi án staðfestingar MAST um að matvæli uppfylltu skilyrði samkvæmt reglum? Sé ætlunin að hafa öflugt eftirlit þá má jafnframt velta því fyrir sér hvort að það þurfi hreinlega að hafa eftirlit með eftirlitinu.

Reglubyrðin

Við þurfum að einfalda regluverk og skapa atvinnugreininni ytri starfsskilyrði sem gangi í takt við skilvirkari stjórnsýslu. Íslenskur landbúnaður er grundvöllur byggðar um landið og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Atvinnustarfsemin og búseta í sveitum kallar þó á það að við séum samstíga og framsýn. En til þess að ná árangri má reglubyrðin ekki þvælast fyrir. Það er til lítils að tala um framleiðsluöryggi ef framleiðsluviljinn er ekki til staðar. Öllum skal tryggð lágmarkslaun í landinu og það fer ekki saman hljóð og mynd ef fólk í búskap og matvælaframleiðslu ná ekki endum saman við þá starfsemi sem það þarf að sinna og við þær kröfur sem stjórnvöld setja á greinina.

Á að standa með íslenskum landbúnaði?

Í kjaraviðræðunum í vor vakti það ákveðna furðu þegar verkalýðsforystan ákvað að taka skortstöðu gegn bændum og matvælaframleiðendum. Lýsir það djúpri vanþekkingu verkalýðsforystunnar á kjörum annarra hópa á vinnumarkaði (en þeirra eigin) og á íslenskum landbúnaði sem eina af undirstöðuatvinnugreinum hér á landi.

Stjórnvöld verða að sjá sóma sinn í að tryggja fyrirsjáanleika og skapa landbúnaðinum sanngjörn og eðlileg starfsskilyrði. Ég nefni hér dæmi um bónda sem ætlaði að hefja kjúklingaræktun fyrr á árinu en hætti snarlega við áformin þegar upplýsingar bárust í fjölmiðlum um innflutning á 180 tonnum af úkraínskum kjúklingi – í einum mánuði.

Á sveitarstjórnarstiginu þurfa sveitarfélög að hætta að þvæla skipulagsmálum innan síns stjórnkerfis og jafnframt hætta að tala um iðnaðarbúskap, því hér á Íslandi er enginn iðnaðarbúskapur stundaður – sá búskapur er aftur á móti innfluttur.

Reiðarslag fyrir glóbalismann

Hinn nýstofnaði Bændaflokkur BBB í Hollandi var á dögunum stórsigurvegari milliþingkosninga og stærsti stjórn- málaflokkurinn. „Reiðarslag fyrir glóbalismann“ sagði á öllum stærstu erlendu fréttaveitunum, en stofnun Bændaflokksins í Hollandi má rekja til bágrar viðleitni stjórnvalda síðustu ár þar í landi við að leggja frekari kröfur á landbúnað til að berjast gegn loftslagsógninni, og þess að þúsundir bújarða höfðu verið teknar eignarnámi þar sem taka átti þær úr landbúnaðarnotum.

Ef á okkur verður ekki hlustað, geta 2.463 félagsmenn Bændasamtakanna vel stofnað einn stjórnmálaflokkinn til viðbótar, enda hafa núverandi stjórnarflokkar sýnt með gjörðum sínum að þeim er ekki treystandi til þess að standa vörð um íslenskan landbúnað eins og dæmin sanna. Hér erum við, reiðubúin að setja x við L.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...