Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mitt á milli umhverfis og verðbólgu
Af vettvangi Bændasamtakana 8. júní 2023

Mitt á milli umhverfis og verðbólgu

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Hinn 1. júní síðastliðnum var tilkynnt að verkefnið Terrraforming LIVE hafi hlotið styrk upp á tæplega milljarð íslenskra króna til að vinna að verkefni sem miðar að því að efla hringrásarhagkerfi innlendrar matvælaframleiðslu og til að koma til móts við loftslagmál landbúnaðarins til framtíðar.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Ef verkefnið gengur allt eftir er um mikið framfaraskref að ræða í umhverfis- og loftslagsmálum landbúnaðarins. Síðastliðið ár höfum við hjá Bændasamtökunum sett umtalsverða vinnu frá okkar starfsfólki í þetta verkefni sem hefur skilað þessum árangri í samstarfi við meðumsækjendur. Með þessum styrk er þó ekki einvörðungu verið að skoða möguleika á að framleiða umhverfisvænan áburð til nota fyrir bændur, heldur einnig til landgræðslu og annarrar ræktunar hér á landi.

Af þessu tilefni vil ég þakka öllum þeim sem komu með okkur í þessa vegferð, ferlið hefur verið lærdómsríkt og hefur sýnt að bændur vilja vera í forystu þegar kemur að því að leysa loftslagsvandann. Á næstu mánuðum munum við upplýsa um næstu skref um þá verkþætti sem snúa beint að bændum og Bændasamtökunum.

Skýra þarf regluverkið

Til að svona mikilvæg verkefni hljóti framgang þarf að skýra og jafnvel endurskoða verkefnið með hliðsjón af bestu fáanlegu tækni, en ein varðan sem taka þarf á snýr að heimildinni til þess að flytja búfjáráburð á milli sóttvarnarhólfa svo hægt sé að koma hluta hráefnisins í fullvinnslu.

Teikn eru á lofti innan Evrópusambandsins að á næstu árum munum við sjá samræmd skilyrð í formi regluverks um áburð sem er gerður úr endurunnum eða lífrænum efniviðum og að hvatt verði til frekari notkunar hans með það að markmiði að stuðla að aukinni notkun endurunninna næringarefna sem myndi styðja enn frekar við þróun hringrásarhagkerfisins, auðvelda nýtingu auðlinda og draga úr þörfinni á því að við þurfum að treysta á næringarefni frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. En til að þetta raungerist þarf að treysta á þátt stjórnarráðsins og er þar ábyrgð ráðuneytanna sem fara með skipulagsmál og umhverfis- og loftslagsmál ekki síst minni.

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins

Bændasamtökin hafa liðna mánuði unnið að verkefni með fulltrúum umhverfisráðuneytisins sem nefnist Loftslagsvegvísar atvinnulífsins (LVA). Þar hefur BÍ verið aðili að þessu verkefni í nokkur misseri, m.a. á vettvangi Grænvangs. En nú liggur fyrir að ráðuneyti umhverfismála hefur sagt að landbúnaðurinn verði tekinn fyrir síðar án þess að nefna fyrir því ástæður eða hvenær unnið verði áfram að vegvísum fyrir landbúnaðinn.

Þetta þykir í hæsta lagi athyglisvert þar sem tími til aðgerða er núna og stjórnvöld segjast stefna að því að losun frá landbúnaði verði komin úr tæplega 605 þúsund tonnum í 575 þúsund tonn Co2 ígilda árið 2030. Þá er reiknað með að árangur aðgerða hvað varðar samdrátt í losun frá landbúnaði byrji fyrst að skila sér árið 2025, þannig að tíminn er afar naumur.

Í rammasamningi sem var endurskoðaður 2021 kemur eftirfarandi fram:

„Af hálfu stjórnvalda er fyrirhugað að verja verulegum fjármunum til aðgerða á sviði loftslagsmála á næstu árum. Samningsaðilar telja þýðingarmikið að þar verði stutt við framangreind markmið og munu gera sérstaka samninga um slík verkefni, eftir því sem aðstæður leyfa á gildistíma samkomulagsins.“

Þarna vantar eitthvað inn í samtalið og bendir hver á annan um hvernig eigi að nálgast þetta verkefni. Nú á síðustu dögunum áður en alþingismenn fara í sumarfrí er rætt um matvælastefnu og landbúnaðarstefnu til næstu ára og hvernig ætlum við að láta þessi verkefni raungerast nema stutt verði við landbúnaðinn með auknu fjármagni. Því má ekki gleyma þeim skuldbindingum sem atvinnugrein stendur frammi fyrir.

Stýrivextir og verðbólga

Í umhverfi rekstrar er mikill vandi þeirra sem eru skuldsettir og þar eru bændur engin undantekning. Mjög mikil fjárfesting hefur átt sér stað í frumframleiðslunni þar sem aðbúnaðarreglur hafa kallað á mikla fjárfestingu og skuldsetningu í greininni. Og verkefninu hvergi nærri lokið.

Við samantekt Bændasamtakanna um þetta efni hefur verið áætlað að við hverja 100 punkta hækkun stýrivaxta kallar það á tæplega 700 til 900 milljóna króna hækkun útgjalda á ári í greininni. Allt væntanlega helst þetta í hendur við aukin útgjöld og tekjur bænda dragast saman. Hvað er þá til ráða?

Augljósa svarið liggur fyrir, en er það lausnin á viðkvæmum tímum kjaraviðræðna, og hvert eiga bændur að sækja sínar kjarabætur? Þetta höfum við ítrekað í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga en lítið hefur borið á öðrum tillögum til að nálgast verkefnið.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn
Lesendarýni 12. júní 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn

Í Bændablaðinu miðvikudaginn 24.4. 2024 er viðtal við Jón Kristinsson umhverfisa...

Framtíð veiða með botnvörpu?
Lesendarýni 11. júní 2024

Framtíð veiða með botnvörpu?

Fyrir nokkrum vikum birtist í National Geographic grein sem byggir á viðamikilli...

Hrossaræktin á fljúgandi ferð
Lesendarýni 10. júní 2024

Hrossaræktin á fljúgandi ferð

Þegar ég var í búfræðinámi á Hvanneyri voru heilmikil átök um stefnuna í hrossar...

Saga af forystusauðnum Meistara
Lesendarýni 7. júní 2024

Saga af forystusauðnum Meistara

Árið 2013 fæddust hér á Grindum í Deildardal tvö hrútlömb af forystukyni, voru þ...

Stórkostlegt hugvit fyrir blinda
Lesendarýni 6. júní 2024

Stórkostlegt hugvit fyrir blinda

Það er í frumeðli mannsins að finna nýjar leiðir og lausnir til að einfalda og b...

Ráðuneytið hirtir sveitarstjórnir vegna ágangsmála
Lesendarýni 6. júní 2024

Ráðuneytið hirtir sveitarstjórnir vegna ágangsmála

Ítarlegt álit umboðsmanns Alþingis, dagsett 11. október 2022, fjallaði um aldaga...

Um ágang
Lesendarýni 5. júní 2024

Um ágang

Í tilefni af umræðu að undanförnu, m.a. greinarskrifum í Bændablaðið, er rétt að...

Land tækifæranna um land allt
Lesendarýni 4. júní 2024

Land tækifæranna um land allt

Á ferðum mínum um landið heyri ég reglulega af einstökum hugmyndum fólks sem far...