Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Leiðarstefin
Af vettvangi Bændasamtakana 23. febrúar 2024

Leiðarstefin

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökunum.

Það styttist í kosningu formanns Bændasamtaka Íslands. Allir bændur hafa kosningarétt í stað þess að áður höfðu hann einungis þeir sem sóttu Búnaðarþing.

Trausti Hjálmarsson.

Það er mikil framför. Nýr formaður verður því kosinn beinni kosningu allra bænda og mun því hafa óskorað umboð félagsmanna Bændasamtakanna. Það er mikilvægt að bændur nýti sér sinn lýðræðislega rétt og velji sér formann til að leiða starf Bændasamtakanna næstu tvö árin. Kosið verður rafrænt 1. og 2. mars næstkomandi.

Vil ég því byrja þessa grein á að hvetja fólk til að nýta kosningarétt sinn. Góð kosningaþátttaka styrkir umboð þess formanns sem kjörinn verður til muna.

„Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt“, orti Einar Benediktsson. Það tel ég að eigi að vera leiðarstef okkar í áframhaldandi uppbyggingarvinnu Bændasamtakanna og ekki síður á það að vera leiðarstef í þeirri vinnu sem fram undan er við gerð nýs búvörusamnings.

Við þurfum að ná góðu samstarfi við stjórnvöld um að bæta hag okkar og hefja þá vinnu nú þegar.

Síðan við hjónin hófum búskap hefur orðið efnahagshrun, vitundarvakning um afleiðingar loftslagsbreytinga og heimsfaraldur. Auk þess hafa stríðsátök aukist um allan heim og teygja sig nú til Evrópu. Orsakir þeirra má oft og tíðum rekja til baráttu um auðlindir sem eru mikilvægar, m.a. til matvælaframleiðslu. Afleiðingin er sú að það hefur aldrei verið fleira fólk á flótta í heiminum. Það gefur því augaleið að við þurfum að hlúa betur að þeim grunnstoðum sem samfélag okkar byggir á og þar er geta okkar til að framleiða okkar eigin matvæli gífurlega mikilvæg. Það þarf ekki að horfa aftar en til vendinga síðustu tveggja áratuga til að sjá að fæðuöryggi okkar er, þegar á reynir, ekki nógu öflugt.

Ég er sannfærður um að nú er lag til að sækja enn frekar fram og þar er samstaðan okkar sterkasta vopn. Eftir fjölmörg samtöl mín við bændur síðustu vikurnar hef ég sannfærst um það að við bæði eigum og getum gert betur. Það hefur verið áhugavert að heyra sjónarmið bænda þegar talið berst að samtökum okkar.

Greinilega er mikilvægt fyrir samtökin til að geta vaxið og dafnað að hlusta betur eftir sjónarmiðum þeirra sem byggja þau upp: bændanna sjálfra. Meiri sýnileiki, meira samtal, meiri samvinna, allt eru þetta atriði sem ég get vel tengt við og tel að sé auðvelt að bregðast við og bæta.

Þegar við sameinuðum samtök okkar bænda var alveg vitað að það yrðu brekkur á leiðinni. Sú hefur líka orðið raunin. Sumar þeirra höfum við þegar þrammað en aðrar eru líka fram undan og eflaust flóknar yfirferðar. Þess vegna þurfa þeir sem leiða hópinn að fara með gát, leggja við hlustir og nema það sem grasrótin er að segja. Samtalið skilar markmiðinu, samstarfið og samstaðan árangrinum. Þessi þrjú einföldu „ess“ verða leiðarstefin mín við stjórnvöl Bændasamtakanna verði ég valinn þar til forystu.

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjö...

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...

Tollar og tómatar
Lesendarýni 16. september 2024

Tollar og tómatar

Eins og sólin sest í vestri er nokkuð árvisst að upp komi umræða um tolla á land...