Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Íslenski draumurinn
Af vettvangi Bændasamtakana 26. febrúar 2024

Íslenski draumurinn

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands.

Í síðustu viku voru Deildarfundir búgreinadeilda Bændasamtakanna haldnir á Hilton Reykjavík Nordica. Búgreinadeildir samtakanna eru ellefu talsins og tæplega 200 fulltrúar mættu á fundi sinna deilda.

Herdís Magna Gunnarsdóttir.

Á fundunum gefa bændur stjórnarfólki búgreinadeilda og Bændasamtakanna stefnu og dýrmætt veganesti fyrir starfsárið. Að vanda snúa helstu umræðuefni fundanna um rekstrarumhverfi landbúnaðarins en þar að auki má nefna umræður um jafnrétti, nýliðun og andleg málefni.

Að líta á óeigingjarnt starf sem eigingjarnt

Það hefur orðið þeim sem starfa við félagsmál, hver
sem þau eru, vaxandi áskorun að fá fólk til þátttöku. Það var þó ekki að merkja fyrir þverrandi áhuga bænda á félagsmálum á nýliðnum Deildarfundum. Áhugaverðar og málefnalegar umræður spunnust um ólík umræðuefni og um kvöldið gerðu bændur og góðir gestir sér glaða stund.

Mörg líta á félagsmál og pólitík sem áhugamál en áhugasvið okkar geta verið ólík. Guðrún Eik Skúladóttir lýsti sínu viðhorfi til félagsmála svo vel í ræðu sem hún hélt á Deildarfundi nautgripadeildar þegar hún lét af stjórnarstörfum. Þar sagði hún að það væri algengt að tala um að fólk hafi unnið óeigingjarnt starf í þágu hins og þessa. Vegna áhuga hafi hún hins vegar unnið í félagsmálum fyrir sig, þrátt fyrir nægar annir og áskoranir í öðru. Þannig hafi hún litið á starf sitt fyrir Bændasamtökin sem eigingjarnt starf. Öflugt starf grasrótar og búgreinadeilda eru grunnurinn að öflugum Bændasamtökum, bændur móta stefnuna. Grasrót Bændasamtakanna er í góðum höndum ef bændur halda áfram að hafa félagsmál að áhugamáli og leyfa sér að vera svolítið eigingjarnir.

Í svefnhöfganum

Með auknum ferðamannafjölda hefur innanlandsmarkaður matvæla stækkað og það er vissulega jákvætt að ein af áskorunum flestra búgreina er að mæta aukinni eftirspurn. En það er verkefni okkar sem þjóðar að tryggja hér fæðuöryggi og efla sjálfsaflahlutfall Íslands.

Íslensk matvælaframleiðsla er framúrskarandi. Hreinleiki vatns, lágmarksnotkun varnarefna, næstminnsta sýklalyfjanotkun í heimi og góður aðbúnaður dýra er þar eitthvað sem má nefna. Íslenski draumurinn er auðvitað að við séum best í heimi og til þess þarf að hafa regluverk og eftirlit sem stýrir okkur í átt að draumnum. Í setningu regluverks hefur þó verið farið út af sporinu, annars vegar hafa reglugerðir verið innleiddar hér án þess að rýna í afleiðingar eða gagnsemi þeirra og hins vegar hafa kröfur verið þyngdar fyrir íslenska framleiðslu við innleiðingu EES- reglugerða, jafnan kallað gullhúðun. Auknar kvaðir hafa verið lagðar þvert á framleiðslukeðju íslenskrar matvælaframleiðslu með tilheyrandi óhagræði, auknum eftirlits- og framleiðslukostnaði.

Samtímis hefur innflutningsvernd farið þverrandi og sífellt orðið auðveldara að flytja inn landbúnaðarvöru frá löndum þar sem ekki eru gerðar sömu kröfur um framleiðsluhætti og svigrúm til hagræðingar er talsvert meira. Í svefnhöfganum hefur samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar verið veikt verulega og íslenski draumurinn snúist upp í andhverfu sína. Við eigum því gullin tækifæri til að efla samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar með því að afhúða óþarfa regluverk og veita innanlandsframleiðslu sambærileg tækifæri til hagræðingar og nágrannaþjóðir okkar gera.

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi