Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Fjöldi nautgripabænda (mjólk og kjöt) eftir árum
Fjöldi nautgripabænda (mjólk og kjöt) eftir árum
Af vettvangi Bændasamtakana 13. febrúar 2024

Félagskerfi bænda er áskorun

Höfundur: Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Fækkun, meiri fækkun og enn meiri fækkun bænda í hinum rótgrónu greinum nautgriparæktar og sauðfjárræktar er staðreynd. Við sem störfum fyrir bændur erum meðvituð um þessa stöðu og þær áskoranir sem henni fylgja í félagskerfinu.

Vigdís Häsler

Eins og myndirnar sýna voru sauðfjárbændur um 3.800 árið 1996 en voru á síðasta ári innan við 1.800 og hefur fækkað um nærri 800 frá því núgildandi búvörusamningar tóku gildi árið 2016. Í nautgriparæktinni er fækkunin enn meiri en þar voru um 1.900 býli árið 1996 en voru á síðasta ári aðeins 630 á landinu öllu, hafði þeim þá fækkað um rúmlega 200 frá gildistöku núverandi búvörusamninga.

Þetta er staðan sem við þurfum að horfast í augu við og er líka ein af meginástæðum þess hversu mikilvægt er að allar greinar landbúnaðarins vinni saman sem ein heild. Með sameinuðum Bændasamtökum árið 2021 var þeim áfanga náð og hefur mikið áunnist frá þeim tíma í að ná aftur áheyrn bæði stjórnvalda og landsmanna allra á málefnum bænda. Einnig eru boðleiðir innan félagskerfis sameinaðra Bændasamtaka stuttar og því auðvelt fyrir félagsmenn að koma skoðunum og hugmyndum á framfæri. Minni þátttaka er þó staðreynd.

Fjöldi sauðfjárbænda eftir árum.

Flestir sem starfa að félagsmálum í dag þekkja að þátttaka hefur almennt minnkað, það er viss ládeyða sem er einkennandi þessa fyrstu mánuði ársins og þátttakan er því hlutfallslega minni en var áður. Ábyrgðin er þannig sett á færri hendur en áður var. Þessi staða veldur áskorunum í félagskerfi Bændasamtakanna af því það er mikilvægt að sem flestir bændur komi sínum skoðunum á framfæri þegar verið er að sýsla með hagsmuni landsbúnaðarins sem er ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins.

Sem framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er mér þetta málefni afar hugleikið. Stjórnir búgreinadeilda Bændasamtakanna bera
eðlilega talsverðan hita og þunga af þessu hlutverki að vera tengiliðir við grasrótina þar sem stærri hluti félagsmanna hefur beinan aðgang að starfinu þar. Skrifstofa samtakanna vinnur síðan beint að þeim málefnum sem búgreinadeildirnar óska eftir
hverju sinni. Árleg hringferð Bændasamtakanna, þar sem stjórn BÍ, stjórnir búgreinadeilda og starfsfólk fara hringinn, er einnig einn þáttur í því að ná beinni tengingu við félagsmenn og hafa þær ferðir mælst vel fyrir.

Á næstu vikum og mánuðum munu félagsmenn síðan sjá breytingar sem miða að því að auka til muna upplýsingamiðlun til félagsmanna. Það er von mín að þær breytingar verði til þess að fleiri félagsmenn láti sig hagsmunabaráttuna varða með beinum hætti og láti sínar skoðanir í ljós innan félagskerfisins.

Ein af þeim spurningum sem verður að spyrja sig er hvort sú þróun sem við sjáum á myndunum sé ásættanleg. Enn eru þrjú ár eftir af gildistíma núverandi búvörusamninga sem samþykktir voru árið 2016 en fækkun bænda er nú þegar nálægt þriðjungi á gildistímanum. Hvar eru byggðasjónarmið stjórnvalda sem sett hafa verið fram í ýmsum orðum og áætlunum og hvernig á að takast á við félagslega þáttinn í byggðum landsins þegar fækkunin er jafnmikil og raun ber vitni? Þetta er eitt af mörgum atriðum sem félagskerfið þarf að taka til skoðunar áður en nýir búvörusamningar verða gerðir.

Stöðug fækkun er ekki sjálfbær, því verðum við að efla okkar starf og sækja fram.

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...