Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Frændur fagna skógi
Menning 14. nóvember 2023

Frændur fagna skógi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Íslands gaf nýverið út yfirgripsmikla bók sem fjallar um sögu samvinnu Íslendinga og Norðmanna á sviði skógræktar.

Hér er farið allt aftur til landnáms fram til okkar daga. Stærstur hluti bókarinnar gerir grein fyrir 32 skiptiferðum sem voru gerðar milli Noregs og Íslands á árunum 1949 til 2000. Hópar Íslendinga fóru sextán sinnum til Noregs og komu norskir hópar til Íslands jafn oft. Þó þetta væru skiptiferðir var ljóst að Íslendingar höfðu mun meira að læra af Norðmönnum en öfugt, enda þeir síðarnefndu fagmenn á meðan við vorum byrjendur.

Skógræktarfólk öðlaðist tækifæri til að fá verklega kennslu á hliðum skógræktar sem ekki voru þróaðar hérlendis. Þar má nefna skógarhögg og grisjun, en timburvinnsla er öflug atvinnugrein í Noregi.

Norðmenn sem komu til Íslands gátu bent íslensku skógræktarfólki hvað hægt væri að gera betur, en þegar hingað var komið var ferðast um mismunandi skógræktarsvæði. Þá gafst Norðmönnum færi á að komast í snertingu við trjátegundir sem sjaldgæfar eru á heimaslóðunum.

Óskar Guðmundsson er höfundur bókarinnar, en hún er bæði á íslensku og norsku. Þá er hún liðlega 330 síður í stóru broti – ríkulega myndskreytt og aðgengileg. Hérna býðst lesendum innsýn í þróun menningar í kringum íslenska skógrækt, enda hefur samvinna Íslendinga og Norðmanna haft mikil áhrif á mótun greinarinnar hérlendis. Kjörgripur fyrir alla sem hafa áhuga á skógrækt. 

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...