Fjögur þúsund Októberstjörnur
Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
Fjórða árið í röð hefur Birgir Steinn Birgisson hjá Garðyrkjustöðinni Ficus í Hveragerði framleitt Októberstjörnuna en hluti ágóða af sölu hennar rennur beint til Krabbameinsfélagsins.
Í febrúar fékk Birgir útgefið einkaleyfi á notkun orðsins Októberstjarnan. Heitið notar hann um fagurbleikt yrki jólastjörnu J ́Adore Pink ́sem blómstrar í október. Framleiðsla blómsins hefur vaxið ár frá ári síðan Birgir tók upp á framleiðslu þess árið 2020. Í ár framleiðir hann rúmlega 4.000 Októberstjörnur sem verða fáanlegar nú í október í ýmsum verslunum um land allt. Tíu prósent af söluandvirði Októberstjörnunnar mun renna til Krabbameinsfélagsins.