Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hægeldaður kjúklingur með byggottto, skessujurtasalsa og súrsuðum lauk.
Hægeldaður kjúklingur með byggottto, skessujurtasalsa og súrsuðum lauk.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 11. mars 2016

Nýnorræn matargerð í öllu sínu veldi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér eru uppskriftir að nýnorrænum hætti þar sem hráefnið er valið eftir árstíðum og blandað er saman gömlum og nýjum matreiðsluhefðum. Food and Fun-matarhátíðinni er nýlokið en kokkurinn Martin Marko Hansen frá Danmörku var gestakokkur á Smurstöðinni í Hörpu. 
 
Eftirfarandi uppskriftir eru runnar undan hans rifjum að hluta til.
 
Hægeldaður kjúklingur með byggottto, skessujurtasalsa og súrsuðum lauk
 • 1 kjúklingur (um 1800–2000 g)
 • 1 bragðlítil olía
 • 1 grein rósmarín
 • 2 stilkar garðablóðberg
 • 3 stk. hvítlauksgeirar
 
Súrsaður perlulaukur
 • 12 stk.  perlulaukur
 • 220 ml (1 bolli ) eplaedik
 • 50 g sykur
 • 110 ml (½ bolli ) vatn
Skessujurtasalsa
 • ¼ búnt skessujurt eða önnur bragð mikil kryddjurt
 • ¼ búnt steinselja
 • ½–1 skarlottulaukur
 • 30 g af eplaediki
 • 30 g saxað hveitibrauð
 • 50 g góð olía
 
Byggotto
 • 100 g af perlubyggi (eða annað korn)
 • 2 lítrar (7 bollar) kjúklingasoð (vatn og kraftur)
 • 35 g ferskur rifinn ostur
 • 10 g af smjöri
 • 2 msk. bragðmikill ostur
 • ½ búnt af graslauk
 • salt og pipar
 
Aðferð:
 
Kjúklingur
Bútið niður kjúklinginn og setjið smá salt á kjúklingabringurnar. Takið þær til hliðar á disk.
Nuddið kjúklingalærin vandlega með smá salti og pipar og setjið í ofnfast fat með mikilli olíu. Hitið ofninn upp í 120 °C, setjið lærin inn og lækkið strax niður í 80°C og látið vera í um 1 klukkustund. Látið standa og kólna í olíunni í um 30 mínútur eða þar til á að framreiða réttinn.
 
Súrsaður perlulaukur
Skerið efst og neðst af flysjuðum lauknum. Sjóðið edik, vatn og sykur í litlum potti og setjið laukinn  í pækilinn. Eldið í um 1 mínútu. Hyljið pottinn með plastfilmu og setjið til hliðar þangað til þarf að nota laukinn.
 
Skessujurtasalsa
Takið allar jurtirnar og setjið þær í matvinnsluvél með öðrum innihaldsefnum. Vinnið saman í stutta stund svo úr verði gróft salsa. Kryddið með salti, pipar og smá hunangi.
 
Byggotto
Setjið bygg ásamt kjúklingasoði í pott. Látið sjóða og fjarlægið hvíta froðu sem myndast ofan á vökvanum. Lækkið niður hitann og látið byggið sjóða rólega í um 15 mínútur, eða þar til það er mjúkt viðkomu. Hyljið með plastfilmu og setjið til hliðar.
 
Saxið  graslaukinn fínt. Setjið í skál með osti, smjöri og bragðmiklum osti, t.d. Tind eða Ísbúa.
Þegar gesti ber að garði
 
Setjið kjúklingabringu á pönnu með smá olíu á miðlungs hita. Steikið þar til skinnið er gullinbrúnt og stökkt – það tekur um 5–10 mínútur. Snúið kjúklingabringunum og gefið  þeim 1–2 mínútur á hinni hliðinni og takið þær síðan af hitanum og látið liggja á pönnunni (stórar bringur þarf að setja í ofn í stutta stund).
 
Takið  lærin úr olíunni og rífið kjötið af beinunum.
 
Hitið byggið upp. Hrærið saman kjötinu af lærunum ásamt rifnum osti, smjöri, sterka ostinum og graslauknum. Þetta gefur réttinum ljósa og rjómakennda áferð í stíl við ítalskt risotto. Verið varkár að ofsjóða ekki byggið og kjötið. Bragðbætið með salti og pipar.
 
Framreiðið með perlulauk og jurtasalsanu.
Skerið hverja kjúklingabringu í 2 stykki langsum og setjið ofan á byggið.
 
Skyr fromage með karamelluðum graskersfræjum og rauðum súrum:
 • 2 blöð af matarlími (lagt í bleyti í kalt vatn)
 • 300 g hrært skyr
 • 50 g sykur
 • 30 g af eplasafa til að leysa upp matarlímið
 • 250 ml (1 bolli ) rjómi
 
Karamelluð  graskersfræ
 • 40 g graskersfræ
 • 2 msk. hunang
 • 10 g af smjöri
 • 1 klípa salt

Skraut

 • ½ knippi  rauðar súrur (eða garðsúrur)
 
Aðferð:
Leggið matarlím í kalt vatn.
 
Hellið skyri og sykri í skál og hrærið saman þar til sykurinn er uppleystur.
 
Hitið eplasafann í litlum potti og takið af hellunni. Kreistið vatnið af matarlímsblöðunum og setjið það í heitan eplasafann og látið þau bráðna. Látið pottinn standa á eldhúsborðinu á meðan rjóminn er léttþeyttur.
 
Hrærið skyrblöndunni varlega við eplasafa- og matarlímsblönduna.
 
Blandið rjómanum varlega saman við. Setjið í skálar eða súpubolla  og kælið þar til stífnar.
 
Karamelluð graskersfræ
 
Ristið graskersfræ létt á þurri pönnu þar til þau eru gullinbrún og stökk og byrjuð að poppast.
Setjið svo hunang, smjör og salt á pönnuna og hrærið vel með trésleif. Blandan klessist  lítillega. Haldið áfram þar til fræ fá slétta áferð. Færið á disk með smjörpappír og látið þau kólna.
Takið skálar með skyrfromage  úr kæli.
 
Tillaga að framreiðslu
Gott er að smjörsteikja ávexti eða ber með smá sykri eða hunangi og dreypa yfir 1–2 tsk. af vökvanum sem kemur við steikingu.
 
Stráið karamelluðu  graskersfræi yfir og skreytið að lokum með súrum.
 

4 myndir:

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.

Eitthvað ofan á brauð
Matarkrókurinn 10. maí 2024

Eitthvað ofan á brauð

Ef smjör er ekki eitt af sjö undrum veraldar þá hlýtur það að vera númer átta. N...

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...