Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Kristjánsson.
Sigurður Kristjánsson.
Mynd / HKr.
Líf og starf 14. desember 2021

Orðinn að vissu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Kristjánsson sendi nýlega frá sér ljóðabókina Orðinn að vissu sem er safn 75 ljóða auk lausavísna sem Sigurður hefur samið á undanförnum árum.

Sigurður starfar við skýrsluhald hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en hefur auk þess verið bóndi, starfað við grjóthleðslur, prófarkalestur og fleira auk þess að hafa áhuga á andlegum málum sem leiddi til þess að hann hefur m.a. aflað sér réttinda til jógakennslu.

Hann hefur fengist við kveðskap og ljóðagerð með einum eða öðrum hætti frá barnsaldri og hefur áður sent frá sér eina ljóðabók, sem ber heitið „Hinn óljósi grunur“.

Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur.


Hverfa mun flest sem fáum við gert,
fjúka og týnast í geiminn.
Aðeins að blessa andartak hvert
er erindi manns við heiminn.

Svipur
Viðmótið sem þú sýnir börnunum
sem verða á vegi þínum,

mun birtast þér í andlitum
starfsfólksins á elliheimilinu
sem þú dvelur á,

ef þú nærð þeim aldri og stöðu
(að þurfa að njóta slíkar þjónustu).

Spurt er
Einn daginn meðan smit Kórónuveirunnar
greindust eitt af öðru
nam ég hvísl Jarðarinnar:

Mér mun borgið,
en hvað um ykkur?


Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótin...

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.