Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá vinstri: Kristján G. Kristjánsson, Bergsveinn Símonarson, Magnús Helgi Sigurðsson,Thorvald Imsland, Níels Viðar Hjaltason, Ingólfur Þ. Baldvinsson, Björn Christiansen, Jón Magnússon og Tómas Kristinsson.
Frá vinstri: Kristján G. Kristjánsson, Bergsveinn Símonarson, Magnús Helgi Sigurðsson,Thorvald Imsland, Níels Viðar Hjaltason, Ingólfur Þ. Baldvinsson, Björn Christiansen, Jón Magnússon og Tómas Kristinsson.
Mynd / HKr.
Líf og starf 3. mars 2015

Kátt á hjalla í 25 ára afmæli MFK

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna (MFK) hélt upp á 25 ára afmæli sitt á Hótel Reykjavík Natura laugardaginn 14. febrúar, en áður hafði verið haldinn aðalfundur þar sem stjórnin var að mestu endurkosin. 
 
Fyrr um daginn var haldinn aðalfundur félagsins og þar  var kosin stjórn til eins árs. Þar var Halldór Jökull Ragnarsson endurkjörinn formaður, Oddur Arnórsson varaformaður, Magnús Friðbergsson ritari og meðstjórnandi Kristján Kristjánsson. Varamenn eru Þorsteinn Þórhallsson, formaður fagkeppnisnefndar, Kjartan Bragason og einnig er Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson meðreiðarsveinn stjórnarmanna. 
 
Komnir með svarta kúluhatta
 
Halldór formaður þakkaði traustið og fjölda gjafa sem félaginu hafði borist í tilefni af afmælinu. Það vakti athygli gesta að kjötiðnaðarmeistararnir voru flestir með svarta kúluhatta á höfði. Halldór segir að ákveðið hafi verið að taka upp þennan höfuðfatnað í stað hvítu hattanna sem flestir þekkja, en þessi siður er sóttur til kolleganna í Danmörku og í Bretlandi. Hann segir að kúluhattarnir verði þó einungis notaðir við hátíðleg tækifæri. Þá er meiningin að bæta einnig við hátíðarbúning kjötiðnaðarmanna á næsta ári, en þá munu þeir íklæðast blaser-jökkum og með bindi með merki félagsins. 
 
Kjartan Bragason, fyrrverandi formaður, segir að félagsskapurinn snúist einkum um að efla fagmennsku í greininni, en um leið sé þetta vettvangur fyrir kjötiðnaðarmeistara til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það skipti miklu máli. Liður í því er að félagsmenn ferðast um allt land með grillvagn Landssambands sauðfjárbænda og grilla lambakjöt á bæjarhátíðum og á ýmsum öðrum samkomum. Fyrsti grilldagur þeirra félaga er einmitt um næstu helgi í tengslum við setningu Búnaðarþings. Segir Kjartan það vera bæði félagsmönnum í hag og bændum, en góð kynning á lambakjötinu skipti stétt kjötiðnaðarmanna miklu máli. 
 
Þrem fyrrv. formönnum veitt gullmerki félagsins
 
Í lögum MFK er ákvæði um að félagið veiti gullmerki fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Að þessu sinni fengu eftirtaldir gullmerki MFK:     
Björk Guðbrandsdóttir, en hún var formaður félagsins 2004–2008 og er í dag ritari fagkeppnisnefndar.
Kjartan Bragason, en hann var formaður MFK 2010 til 2014 og situr nú í varastjórn félagsins og er tengiliður félagsins við Landssamband sauðfjárbænda. 
Níels Hjaltason, en hann var formaður MFK frá 2000 til 2004. Hann er nú annar tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins. 
Þegar Halldór formaður hafði lokið við að næla gullmerkjum í jakkaboðunga, voru aðrir heiðursfélagar MFK og handhafar gullmerkja sem á samkomunni voru líka kallaðir upp á svið.

7 myndir:

Lífsins þráður
Líf og starf 17. febrúar 2025

Lífsins þráður

Að snúa í band svo úr verði tvinni eða garn er meðal elsta handverks sem menn ha...

Reykjavík Open er stærsta mót ársins
Líf og starf 17. febrúar 2025

Reykjavík Open er stærsta mót ársins

Ég skrifaði um daginn að janúarmánuður væri mikill skákmánuður á Íslandi.

Máttur hindrunarsagna
Líf og starf 14. febrúar 2025

Máttur hindrunarsagna

Átta pör náðu 7 gröndum í spili þáttarins sem kom upp í tvímenningnum á fjölsótt...

Hoppar þú um berrassaður?
Líf og starf 12. febrúar 2025

Hoppar þú um berrassaður?

Þorrablót, sólarkaffi, bónda- og konudagar eru sitthvað sem landinn hefur glatt ...

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra
Líf og starf 12. febrúar 2025

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra

Hvað á að gera við alla litlu afgangana? Þessa sem duga varla upp í nös á ketti ...

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...