Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. apríl 2021

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, kúabændurna á Hurðarbaki í Flóa, þau Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónsson, ásamt Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingarholti í Hrunamannahreppi, á sinn fund. Ástæðan var sú að hann var að veita þeim verðlaun.

Annars vegar fékk Hurðarbaksbúið verðlaun fyrir að vera afurðahæsta búið á Suðurlandi 2020.

Hins vegar fékk kúabúið í Birtingarholti verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp hjá Fjólu Ingveldi og Sigurði Ágústssyni. Hún mjólkaði 14.062 kg. Meðalafurðir voru 8.445 kg á árskú á Hurðarbaki 2020 en búið var líka afurðahæst árið 2019. Á bænum eru um 50 mjólkandi kýr.

Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir með verðlauna­gripina sem þau Sigurður Ágústsson fengu fyrir Ösp, en hún mjólkaði 14.062 kg á síðasta ári.

Lífsins þráður
Líf og starf 17. febrúar 2025

Lífsins þráður

Að snúa í band svo úr verði tvinni eða garn er meðal elsta handverks sem menn ha...

Reykjavík Open er stærsta mót ársins
Líf og starf 17. febrúar 2025

Reykjavík Open er stærsta mót ársins

Ég skrifaði um daginn að janúarmánuður væri mikill skákmánuður á Íslandi.

Máttur hindrunarsagna
Líf og starf 14. febrúar 2025

Máttur hindrunarsagna

Átta pör náðu 7 gröndum í spili þáttarins sem kom upp í tvímenningnum á fjölsótt...

Hoppar þú um berrassaður?
Líf og starf 12. febrúar 2025

Hoppar þú um berrassaður?

Þorrablót, sólarkaffi, bónda- og konudagar eru sitthvað sem landinn hefur glatt ...

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra
Líf og starf 12. febrúar 2025

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra

Hvað á að gera við alla litlu afgangana? Þessa sem duga varla upp í nös á ketti ...

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...