Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir með verðlaunin sín fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi árið 2020.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. apríl 2021

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, kúabændurna á Hurðarbaki í Flóa, þau Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónsson, ásamt Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingarholti í Hrunamannahreppi, á sinn fund. Ástæðan var sú að hann var að veita þeim verðlaun.

Annars vegar fékk Hurðarbaksbúið verðlaun fyrir að vera afurðahæsta búið á Suðurlandi 2020.

Hins vegar fékk kúabúið í Birtingarholti verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp hjá Fjólu Ingveldi og Sigurði Ágústssyni. Hún mjólkaði 14.062 kg. Meðalafurðir voru 8.445 kg á árskú á Hurðarbaki 2020 en búið var líka afurðahæst árið 2019. Á bænum eru um 50 mjólkandi kýr.

Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir með verðlauna­gripina sem þau Sigurður Ágústsson fengu fyrir Ösp, en hún mjólkaði 14.062 kg á síðasta ári.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...