Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Dagur íslenska fjárhundsins
Mynd / Ágúst Elí Ágústsson
Líf og starf 28. ágúst 2023

Dagur íslenska fjárhundsins

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga og þann 18. júlí ár hvert er haldinn hátíðlega dagur íslenska fjárhundsins víðs vegar um landið og heiminn.

Dagurinn var haldinn hátíðlegur í áttunda sinn í ár og ávallt hefur Árbæjarsafn boðið fulltrúum tegundarinnar til sín í tilfefni dagsins.

Þórhildur Bjartmarz, hundaþjálfari og hundaeigandi, er ein af þeim sem standa að baki hátíðisdeginum. „Dagurinn er fæðingardagur Marks Watson en á sínum tíma vakti hann athygli á því að íslenski fjárhundurinn væri að deyja út og í samstarfi við hann, Sigríði Pétursdóttur og fleiri var Hundaræktarfélag Íslands stofnað árið 1969 til að vernda og stuðla að hreinræktun íslenska fjárhundsins.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim, t.d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, auk þess sem samfélagsmiðlar eru vel nýttir til að senda kveðjur og myndir,“ segir Þórhildur.

Á heimasíðu íslenska fjárhundsins, www.dif.is, má lesa um sögu hans en þar segir að tegundin hafi komið til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og hafa vinnueiginleikar hans aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum, en í dag er íslenski fjárhundurinn vinsæll heimilishundur. Íslenski fjárhundurinn er þekktur fyrir að vera glaður, forvitinn og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund. Útlit hundsins er kröftugt, tæplega meðalstór að hæð, hárafar ýmist snöggt eða loðið með upprétt eyru og hringað skott. Í tilefni dagsins, þann 18. júlí sl., komu saman nokkrir fulltrúar tegundarinnar í Árbæjarsafni í Reykjavík.

8 myndir:

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...