Litríkt mannlífið í Ölfusrétt. Ungir sem aldnir hjálpuðust að við að draga fé í dilka í sólskinsveðri. Réttin, sem staðsett er í mynni Reykjadals, var tekin í notkun árið 2016. Hönnuður réttarinnar,
Ólafur Dýrmundsson, stendur einmitt þarna í miðið. Í fjarska má sjá ferðamenn ganga upp dalinn.
Litríkt mannlífið í Ölfusrétt. Ungir sem aldnir hjálpuðust að við að draga fé í dilka í sólskinsveðri. Réttin, sem staðsett er í mynni Reykjadals, var tekin í notkun árið 2016. Hönnuður réttarinnar, Ólafur Dýrmundsson, stendur einmitt þarna í miðið. Í fjarska má sjá ferðamenn ganga upp dalinn.
Mynd / ghp
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastliðinn.

Ölfusrétt, sem staðsett er í mynni Reykjadals, var tekin í notkun árið 2016. Dr. Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi landsráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands og fjárbóndi í Reykjavík, hannaði og teiknaði réttina. „Þetta er mjög þægileg rétt, bæði fyrir fjárbændur og réttargesti og hefur reynst vel. Ég hef hannað fleiri réttir hér á svæðinu, svo sem í Húsmúla og Krýsuvík.“

Hann lýsir því svæði sem smalað er til Ölfusréttar. „Það afmarkast að vestan af Skarðsmýrarfjalli, Hengli og Hengladölum, að norðan af sveitarfélagamörkum Ölfuss og Grafnings við Kýrgil og Ölkelduháls, að austan frá vörslugirðingu í Grafningsfjöllum, sem þar liggur frá Álúti, og þaðan austan Grændals, suður um Kamba, og þá tekur við vörslugirðingin í Orrustuhólahrauni á Hellisheiði sem myndar suðurmörkin,“ útskýrir Ólafur en daginn áður höfðu Ölfusingar smalað heiðalönd sín vestan Hengils til Húsmúlaréttar neðan Kolviðarhóls.

Eftir að hafa komið öllu fénu að réttinni hjálpuðust jafnt ungir sem aldnir við að draga féð í dilka.

Ólafur var þar staddur ásamt Sigurrós, dóttur sinni, í leit að fé úr Reykjavík og Kópavogi en hann heldur að jafnaði 10–12 vetrarfóðraðar í Breiðholtinu. „Lögrétt okkar er Fossvallarétt í Lækjarbotnalandi en við fáum líka fé í Húsmúlarétt, Hraðastaðarétt, Heiðarbæjarrétt, Ölfusrétt og Grafningsrétt þar sem ég var í gær,“ sagði Ólafur.

Hann hefur átt kindur í Reykjavík, og um skeið í Kópavogi, síðan 1957. Hann segist hafa fyrst komið í Ölfusrétt fyrir sextíu árum síðan. „Þá í gömlu Ölfusréttina í Hveragerði sem stóð nokkurn veginn þar sem Hótel Örk er. Hún var mjög stór, hlaðin úr hraungrýti, féð þá mjög margt.“

16 myndir:

Skylt efni: réttir

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...