Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Barnavettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 11. febrúar 2020

Barnavettlingar með norrænu mynstri

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðir vettlingar er eitthvað sem alltaf er gott fyrir börn að eiga. Vettlingar með norrænu mynstri úr dásamlega Drops Karisma ylja í kuldanum. 
 
Stærðir: 1/2 (3/4) 5/6 (8/10) 12 ára..
 
Garn: DROPS Karisma (fæst í Handverkskúnst)
   - vínrauður nr 48: 50 (50) 50 (100) 100 g
   - rjómahvítur nr 01: 50 (50) 50 (50) 50 g 
 
Prjónar:  Sokkaprjónar nr 3 og 3,5 eða sú prjónastærð sem þarf til að fá 22 lykkjur = 10 cm.
 
Garðaprjón prjónað í hring: 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið = 1 garður.
 
Útaukning: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
 
Úrtaka: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= fækkað um 2 lykkjur).
 
Hægri vettlingur: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 28 (32) 36 (36) 40 lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með vínrauðum. Prjónið 4 umferðir garðaprjón (= 2 garðar). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Prjónið A.1, 1 sinni á hæðina. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff (1 slétt, 1 brugðin) alls 3 (3) 4 (4) 4 cm. Skiptið til baka yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið slétt 3 (5) 5 (7) 9 umferðir. Byrjið útaukningu fyrir þumalop og aukið er út 1 lykkju hvoru megin við aðra lykkju í umferð – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 3 (3) 4 (4) 4 sinnum (aukið er út báðum megin við allar þumal lykkjur, þ.e.a.s. það verða 2 lykkjur fleiri á milli uppslátta í hvert sinn sem aukið er út). Eftir allar útaukningar eru 7 (7) 9 (9) 9 þumallykkjur og 34 (38) 44 (44) 48 lykkjur á prjóninum. Þegar vettlingurinn mælist 10 (11) 12 (12) 13 cm (stykkið mælist ca 3 (4) 4 (5) 5 cm frá stroffi), setjið 7 (7) 9 (9) 9 þumal lykkjur á þráð. Fitjið upp 1 lykkju yfir lykkjur af þræði = 28 (32) 36 (36) 40 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú mynstur A.2. þar til vettlingurinn mælist ca 15 (16) 18 (19) 21 cm (stykkið mælist ca 8 (8) 9 (11) 13 cm frá stroffi). Nú eru eftir ca 3 cm til loka, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd – ATH: Endið eftir heila rönd með natur og prjónið með vínrauður (án «doppa») að réttu máli.
 
Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= 14 (16) 18 (18) 20 lykkjur á milli prjónamerkja). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA (= fækkað um 4 lykkjur). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4 sinnum og síðan í hverri umferð þar til 4 (8) 12 (12) 16 lykkjur eru eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman. Klippið frá, dragið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda vel. Vettlingurinn mælist ca 18 (19) 21 (22) 24 cm tilbúinn.
 
Þumall: Setjið til baka 7 (7) 9 (9) 9 lykkjur af þræði yfir opi fyrir þumal á sokkaprjóna 3,5 og prjónið að auki upp 5 nýjar lykkjur með vínrauður í kanti á bakhlið á þumal lykkjum = 12 (12) 14 (14) 14 lykkjur. 
 
Prjónið slétt í hring þar til þumall mælist 3 (3½) 4 (4½) 5 cm. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 6 (6) 7 (7) 7 lykkjur eftir. Klippið frá, dragið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel.
 
Vinstri vettlingur: Prjónið vinstri vettling alveg eins, en aukið út fyrir þumli hvoru megin við næstsíðustu lykkju í umferð.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...