Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt þar sem mikil alúð var lögð í ræktunina.
Fjallað er um eftirmál riðuveiki á bæjum í Miðfirði og Skagafirði og rætt við bændur. Eru þeir sammála um að reglugerð sem ákvarðar bótagreiðslur sé í raun starfslokasamningur við bændur, enda geri hún ekki ráð fyrir að tjón sé að fullu bætt. Vilji bændur byrja upp á nýtt, með sambærilegan fjárstofn, þurfi þeir sjálfir að leggja til umtalsvert fjármagn. Auk þess séu afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum í dag. Frá vinstri eru þau Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá, Ari G. Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.

11. tbl. 8. júní. Mynd / Sigurður Már Harðarson
Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum samningaviðræðum við fulltrúa matvælaráðuneytisins um bótagreiðslur vegna niðurskurðar sem fyrirskipaður var á um 1.400 fjár á bæjunum tveimur í byrjun apríl eftir að riðuveiki var staðfest í þeirra hjörðum. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt þar sem mikil alúð var lögð í ræktunina. Fjallað er um eftirmál riðuveiki á bæjum í Miðfirði og Skagafirði og rætt við bændur. Eru þeir sammála um að reglugerð sem ákvarðar bótagreiðslur sé í raun starfslokasamningur við bændur, enda geri hún ekki ráð fyrir að tjón sé að fullu bætt. Vilji bændur byrja upp á nýtt, með sambærilegan fjárstofn, þurfi þeir sjálfir að leggja til umtalsvert fjármagn. Auk þess séu afurðatjónsbætur langt undir meðalafurðum í dag. Frá vinstri eru þau Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá, Ari G. Guðmundsson og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum. 11. tbl. 8. júní. Mynd / Sigurður Már Harðarson
Mynd / Sigurður Már Harðarson
Líf og starf 15. janúar 2024

Árið í myndum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýliðið ár bar margt merkilegt í skauti sér og fréttaefni voru ærin. Hér er sýnishorn af forsíðuljósmyndum Bændablaðsins árið 2023 og sýna þær að einhverju leyti hvar þunginn lá í umfjöllun á hverjum tíma.

Þeir eru að eigin sögn hvatvísir bræður úr Kópavogi sem hafa engan bakgrunn í garðyrkju. Þeir eru þó „þokkalega“ framkvæmdaglaðir og tóku upp á því að kaupa sér garðyrkjustöð fyrir fjórum árum. Seinna keyptu þeir fyrirtæki sem framleiðir sprettur og síðan fylgdu kaup á annarri veglegri garðyrkjustöð. Í dag eru þeir Pétur Haukur og Ágúst Loftssynir meðal stærstu salatframleiðenda landsins.

13. tbl. 6. júlí. Mynd / Karl Ólafsson

Eydís Anna Kristófersdóttir og Steinþór Logi Arnarson með níu mánaða soninn Kristófer Loga. Þau tóku formlega við búskapnum á Stórholti í Dalabyggð snemma á síðasta ári af foreldrum Steinþórs. Steinþór hefur gegnt formennsku í Samtökum ungra bænda í rúmt ár og er það hans mat að íslenskur landbúnaður standi á tímamótum. Það sé ekkert sjálfsagt mál að kynslóðaskipti eða nýliðun eigi sér stað þegar afurðaverð er ekki nógu hátt, vextir á lánum séu himinháir og verð á aðföngum í hæstu hæðum. Skýr skilaboð til framtíðar verði að koma sem fyrst frá stjórnvöldum.9. tbl.

11. maí. Mynd / Sigurður Már Harðarson

Hjörtur Logi Birgisson, bóndasonur á bænum Flatey á Mýrum í Hornafirði, var vel tækjum búinn fyrir kornuppskeru ársins. Á Flatey er risin kornþurrkstöð sem framleiddi um 500 tonn af þurru byggi í vor. Stöðin er vísir að fyrsta kornsamlagi landsins.

19. tbl. 19. október. Mynd / Vilborg Rún Guðmundsdóttir

Litlir og stórir – en allir knáir! Díana Rós Þrastardóttir, bóndi og bókari á Þórustöðum, með dótturina Heklu Lind Jónsdóttur. Í baksýn er stærsta og öflugasta kartöfluupptökuvél landsins og Jón Helgi Helgason, eiginmaður Díönu, rabbar við gest um kartöflubúskapinn. Þótt bjart sé yfir mannskapnum er búskapurinn bændum þungur í skauti og blikur á lofti.

20. tbl. 2. nóvember. Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir

Vikugamlir kjúklingar í uppeldi á Lambhaga í Ölfusi. Þrjú fyrirtæki standa að allri alifuglaframleiðslu hér á landi, á rúmlega 30 stöðum kringum landið. Umfang framleiðslunnar telur um 6 milljónir fugla á ári. Framleiðslan nam um 9.500 tonnum í fyrra.
Kolefnisspor íslenskra kjúklinga er minna en flestra annarra dýrategunda til manneldis og kolefnisspor íslenskrar kjúklingaframleiðslu er langt fyrir neðan heimsmeðaltal. Allur úrgangur, eða hráefni, sem ekki er nýtt til manneldis, er notað sem áburður eða til landgræðslu.

7. tbl. 4. apríl. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Hollandi í byrjun ágúst. Þar náði íslenska landsliðið sögulegum árangri og vann til 16 gullverðlauna og 5 silfurverðlauna. Hér fara þeir Elvar Þormarsson á Fjalladís frá Fornusöndum og Daníel Gunnarsson á Einingu frá Einhamri II sigursprettinn í 250 m skeiði þar sem Elvar á Fjalladís varð heimsmeistari í greininni og Daníel á Einingu lenti í öðru sæti.

15. tbl. 24. ágúst. Mynd / Krijn Buijtelaar

Hjónin Jóhann Pjetur Jónsson og Harpa Jóhanna Reynisdóttir eru ráðin af Vegagerðinni til að smala umferðarþyngstu þjóðvegina frá Hvalfjarðargöngum að Holtavörðuheiði til að fækka slysum. Vegna umferðarþunga þurfa þau að sinna starfinu í skjóli nætur.

16. tbl. 7. september. Mynd / Ástvaldur Lárusson

Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal, hefur þurft að byggja og breyta miklu á búi fjölskyldu sinnar undanfarin misseri. Svínarækt er búgrein sem stendur á tímamótum þar sem ný reglugerð um aðbúnað tekur gildi eftir tvö ár.
Með því munu íslenskir svínabændur vera í fararbroddi á heimsvísu hvað dýravelferð varðar.

2. tbl. 26. janúar. Mynd / Ástvaldur Lárusson

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...