Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sérfræðingar sem starfa við skólann sjá um mörg námskeiðanna en leitað er til fagfólks í hverri grein eftir því sem þörf er á. Guðríður Helgadóttir
Sérfræðingar sem starfa við skólann sjá um mörg námskeiðanna en leitað er til fagfólks í hverri grein eftir því sem þörf er á. Guðríður Helgadóttir
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Líf og starf 3. mars 2021

Garðyrkjufræðsla fyrir almenning hjá Endurmenntun LbhÍ

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Á Garðyrkjuskólanum á Reyk­jum afla nemendur sér­menntunar í garðyrkju­fræð­um og útskrifast þaðan sem garðyrkju­fræðingar af einni eða fleiri þeirra sex námsbrauta sem þar eru kenndar.

Áhugasamir garðeigendur, áhugafólk um trjárækt, náttúru­nytjar og umhverfismál almennt, hafa að auki um ára­tuga skeið getað aflað sér aukinnar þekkingar á námskeiðum sem Garðyrkjuskólinn hefur haldið. Undanfarin 15 ár eða svo hefur námskeiðshaldið verið starfrækt undir hatti Endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, sem sinnir fjölbreyttri símennt­un. Heildarfjöldi gesta á námskeiðunum hefur verið á annað þúsund síðastliðin ár.

Fjölbreytt fræðsla fyrir almenning

Sérstök námskeið eru ætluð starfandi bændum í hefðbundnum búgreinum en önnur höfða til almennings. Almenningsfræðslan tekur mið af þörfum þeirra sem vilja bæta við þekkingu sína á ýmsum sviðum garðyrkju, náttúrunytja, úrvinnslu heimaræktaðra matvæla og í umhverfismálum almennt. Námskeiðin eru haldin á Reykjum, á öðrum starfsstöðvum Landbúnaðarháskólans og víðar um land eftir atvikum. Þau eru mislöng, allt frá nokkurra klukkustunda fræðslu til dagslangra námskeiða og lengri námskeiðsraða. Um að ræða fyrirlestra í bland við verklegar æfingar.

Mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til sí- og endurmenntunar af þessu tagi.

Úrval námskeiða

Dæmi um námskeið ætluð almenn­ingi eru grunnnámskeið í blóma­skreytingum, aðventu­skreytingar, torf- og grjóthleðsla, náttúru­vernd, ræktun og umhirða pottaplantna, ræktun og umhirða fjölærra garðblóma, berjaræktun, safnhaugagerð, matjurtaræktun í heimilisgróðurhúsum, trjárækt og umhirða skógarreita, notkun keðjusaga, tálgun og húsgagnagerð úr skógarefni, jurtalitun, ullar- og tóvinna, sveppir og sveppatínsla, kræk­linga­tínsla og trjá- og runna­klippingar. Vert er að vekja athygli á að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til sí- og endurmenntunar af þessu tagi.

Fræðsla fyrir fagfólk

Sérhæfðari námskeið eru einnig í boði sem höfða meira til fagfólks, svo sem áburðargjöf í garðyrkju, trjáfellingar, með­ferð plöntuvarnarefna, gerð grænna veggja, grunnnámskeið í efnafræði, endurheimt staðar­gróðurs, innviðir ferða­manna­staða og námskeið fyrir umsjónarfólk skólagarða, borgar­vistfræði og öryggi leiksvæða svo nokkur dæmi séu nefnd.

Kennarar með sérþekkingu

Sérfræðingar sem starfa við skólann sjá um mörg námskeið­anna en leitað er til fagfólks í hverri grein eftir því sem þörf er á. Þeir sem sækja þessa fræðslu geta því gert ráð fyrir að fá bestu fáanlegu upplýsingar á námskeiðunum. Endurmenntunardeilidin hefur einnig fengið hingað erlenda sérfræðinga og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi. Að auki er unnið náið með aðilum úr atvinnulífinu, td. Félag iðn- og tæknigreina, Iðuna fræðslu­setur, jurtalitunarstofuna Hespuna og atvinnu- og nýsköpunar­ráðuneytið.

Langar þig að fræðast?

Einfalt er að sækja um þátttöku í fræðslu á vegum Endur­menntunar LbhÍ. Á heimasíðunni endur­mennt­un.lbhi.is er gott yfirlit yfir þau námskeið sem í boði eru hverju sinni. Þar er hægt að sjá í stuttu máli efni námskeiðanna, hvenær þau eru haldin, lengd þeirra, kennara og fleira sem lýtur að skráningu á námskeiðin.

Umsjónarfólk endur­mennt­unar­námskeiðanna eru Björgvin Örn Eggertsson, Guðrún Lárus­dóttir, Hinrik Þór Sigurðsson og Áshildur Bragadóttir.

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...