Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvanneyri.
Hvanneyri.
Mynd / HKr.
Líf&Starf 17. október 2019

Fyrstu úthlutanir úr doktorsnámssjóði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskóli Íslands úthlutaði nýverið úr doktorssjóði skólans í fyrsta sinn. Tilgangurinn með doktorssjóði skólans er að efla Landbúnaðarháskóla Íslands sem alþjóðlegan rannsóknaháskóla, auka enn frekar þekkingu á fræðasviðum náttúruvísinda, auðlinda- og búvísinda á Íslandi og gera efnilegum nemendum kleift að stunda doktorsnám við skólann.

Tveir styrkir voru til úthlutunar og þá fengu þær Heiðrún Sigurðar­dóttir og Jónína S. Þorláksdóttir. Þess má geta að 11 nýjar umsóknir um doktorsnám hafa borist skólanum á árinu og er stór hluti þess þegar samþykktur og fjármagnaður. Það er mikill fengur fyrir skólann að fjölga í hópi sérfræðinga sem munu efla rannsóknir og nýsköpun í þessum mikilvægu greinum og bera með sér ferska strauma og nýjar hugmyndir. 

Erfðafræðilegur grunnur gangtegunda íslenska hestsins

Doktorsverkefni Heiðrúnar ber heitið Exploring the genetic regulation of ability and quality of gaits in Icelandic horses. Markmið verkefnisins er að veita innsýn í erfðafræðilegan grunn gangtegunda íslenska hestsins; hvaða þættir ráða eða hafa áhrif á ganghæfni og gæði gangtegunda. Í dag erum við einungis á byrjunarreit þegar kemur að því að greina erfðafræðilegan grunn magnbundinna gangeiginleika. Á sama tíma er ekkert hestakyn í heiminum sem býr yfir jafn umfangsmiklum og nákvæmum svipfarsmælingum og íslenski hesturinn. Þar gefst því stórkostlegt tækifæri til að hefjast handa við að vinda ofan af leyndardómum erfðamengis íslenska hestsins á markvissan hátt.

Heiðrún Sigurðar­dóttir.

Heiðrún stefnir að sameiginlegri doktorsgráðu frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð (SLU). Leiðbeinendur Heiðrúnar er hópur fræðimanna á sviði erfðafræða og búfjárræktar, dr. Susanne Eriksson, dósent við SLU, dr. Gabriella Lindgren, prófessor við SLU, dr. Marie Rhodin, dósent við SLU, dr. Elsa Albertsdóttir hjá Bændasamtökum Íslands og dr. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar og gestalektor við LbhÍ.

Samþætting þekkingar ólíkra hagsmunaaðila

Doktorsverkefni Jónínu ber heitið Implementation and impact of stakeholder engagement within a new vegetation and soil monitoring programme of Icelandic range­lands. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig samvinna og samþætting þekkingar ólíkra hagsmunaaðila, m.a. vistfræðinga og landnotenda í vöktun og mati á gróður- og jarðvegsauðlindum beitilanda geti skapað betri grunn fyrir sjálfbæra landnýtingu. Þá verður skoðað hvernig brúa megi bilið milli þeirra sem safna saman þekkingu um ástand vistkerfanna og þeirra sem taka ákvarðanir um hvernig nýta eigi þessi sömu vistkerfi. Verkefni sem tvinna saman vísindalegar rannsóknir og þátttökunálganir á sviði vöktunar og sjálfbærrar landnýtingar eru í dag af skornum skammti og mun verkefnið því afla mikilvægrar þekkingar sem mun nýtast áfram á sviði þverfaglegra rannsókna. Auk þess munu niðurstöður verkefnisins nýtast beint inn í GróLindarverkefni Landgræðslunnar, en rannsóknin verður unnin í tengslum við það.

Jónína S. Þorláksdóttir.

Jónína stefnir að sameigin­legri doktorsgráðu frá Landbúnaðar­háskóla Íslands (LbhÍ) og Wagen­ingen háskólanum (WUR) í Hollandi. Leiðbeinendahópur Jónínu er með breiðan fræðilegan bakgrunn, sem hentar vel þverfaglegu eðli verkefnisins. Þetta eru dr. Ása L. Aradóttir, prófessor við LbhÍ, dr. Annemarie van Paassen, dósent við WUR, dr. Isabel C. Barrio, dósent við LbhÍ og dr. Bryndís Marteinsdóttir hjá Landgræðslunni.

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...